Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 12:04 Stjörnurnar fóru nýstárlegar leiðir í klæðaburði fyrir Grammy hátíðina. Bianca Censori, hér í miðjunni, var fáklæddasta stjarnan á dreglinum. Samsett/Getty Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. Chappell Roan Rísandi stórstjarnan Chappell Roan vekur alltaf athygli á dreglinum fyrir einstakan og mjög svo listrænan persónulegan stíl. Hún hlaut verðlaun í flokknum Besti nýi listamaðurinn og skein skært í kjól frá Jean Paul Gaultier. Kjóllinn er sannkallað listaverk og á pilsinu má sjá endurgerð af sögulegum ballerínuverkum Edgar Degas. Chappell Roan glæsileg í Jean Paul Gaultier. Í þakkarræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi þess að fólk í tónlistarbransanum hefði gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Beyoncé Ein stærsta stjarna heimsins Beyoncé lét sig ekki vanta á Grammy hátíðina og vann til verðlauna í flokknum besta platan fyrir Cowboy Carter. Hún glitraði í gylltum kjól frá einum nettasta tískuhönnuðinum Schiaparelli. Beyoncé er með puttann á púlsinum á heitustu hönnuðum heims. Hún rokkaði listaverkakjól frá Schiaparelli.Matt Winkelmeyer/Getty Images for The Recording Academy Bianca Censori Fyrirsætan Bianca Censori hefur líklega komist nálægt því að brjóta internetið með klæðaburði sínum í gærkvöldi. Hún klæddist gegnsæjum stuttum ljósum kjól og engu undir. Með henni var Kanye West eiginmaður hennar. Kanye West og Bianca Censori.Jon Kopaloff/WireImage Julia Fox Fyrirsætan og leikkonan Julia Fox mætti í gegnsæju fitti, nærfötum undir og með gula uppþvottahanska. Julia Fox mætti með gula uppþvottahanska.Jeff Kravitz/FilmMagic Taylor Swift Ein vinsælasta tónlistarkona fyrr og síðar Taylor Swift skein skært í rauðum stuttum kjól frá breska tískuhúsinu Vivienne Westsood. Rauður er einn hennar uppáhalds litur og hefur hún meðal annars gefið út plötu sem heitir Red. Taylor Swift í rauðum Vivienne Westwood.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Jaden Smith Tónlistarmaðurinn Jaden Smith klæddist svörtum jakkafötum frá Louis Vuitton og var með heilt hús á hausnum. Jaden Smith með nýstárlegan hatt.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Willow Smith Willow Smith rokkaði glitrandi svört nærföt við svartan jakka. Willow Smith rokkaði svört steinuð nærföt við svartan jakka og svarta skó.Frazer Harrison/Getty Images Jourdin Pauline Það var gul viðvörun á dreglinum hjá Jourdin Pauline. Hún er glæsileg í gulum þröngum glansandi kjól með hanska í stíl. Gulur hefur ekki verið áberandi í hátískunni að undanförnu en það er spurning hvort hann fari að láta meira á sér kræla á næstu misserum. Tónlistarkonan Jourdin Pauline geggjuð í gulu.Frazer Harrison/Getty Images Markos D1 og snákurinn Tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Markos D1 elskar snáka og lét það svo sannarlega skína í gegn í gær. Nýtt trend: Að rokka glitrandi steinanað snák yfir axlirnar. Markos D1 elskar snáka.Frazer Harrison/Getty Images Sabrina Carpenter Ein vinsælasta tónlistarkonan í dag Sabrina Carpenter hlaut Grammy verðlaun fyrir besta popp flutninginn á laginu Espresso. Hún var úti lengi í gær því hún er söngkona (I'm working late, 'cause I'm a singer eins og segir í lagi hennar) og var stórglæsileg í ljósbláum fjaðurkjól frá JW Anderson. Sabrina Carpenter er ljósblár draumur í þessum satín kjól.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Troye Sivan Poppstjarnan Troye Sivan geislaði í satín Prada jakkafötum í fjólubláum tónum með fjólubláan trefil við. Troye Sivan alltaf fabjúlöss.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Sierra Ferrell Sierra Ferrell vann til ferna verðlauna í gær og brosti fyrir myndavélarnar með fangið fullt af verðlaunum. Sierra skein skært í rokókkó kjól frá Jeffrey Kelly Designs. Sierra Ferrell með fangið fullt af Grammy verðlaunum en hún vann til ferna verðlauna og sigraði í öllum flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún er glæsileg í kjól frá Jeffrey Kelly Designs í rokókkó stíl. Kjóll í anda Marie Antionette!Jason Armond / Los Angeles Times via Getty Images Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Chappell Roan Rísandi stórstjarnan Chappell Roan vekur alltaf athygli á dreglinum fyrir einstakan og mjög svo listrænan persónulegan stíl. Hún hlaut verðlaun í flokknum Besti nýi listamaðurinn og skein skært í kjól frá Jean Paul Gaultier. Kjóllinn er sannkallað listaverk og á pilsinu má sjá endurgerð af sögulegum ballerínuverkum Edgar Degas. Chappell Roan glæsileg í Jean Paul Gaultier. Í þakkarræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi þess að fólk í tónlistarbransanum hefði gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Beyoncé Ein stærsta stjarna heimsins Beyoncé lét sig ekki vanta á Grammy hátíðina og vann til verðlauna í flokknum besta platan fyrir Cowboy Carter. Hún glitraði í gylltum kjól frá einum nettasta tískuhönnuðinum Schiaparelli. Beyoncé er með puttann á púlsinum á heitustu hönnuðum heims. Hún rokkaði listaverkakjól frá Schiaparelli.Matt Winkelmeyer/Getty Images for The Recording Academy Bianca Censori Fyrirsætan Bianca Censori hefur líklega komist nálægt því að brjóta internetið með klæðaburði sínum í gærkvöldi. Hún klæddist gegnsæjum stuttum ljósum kjól og engu undir. Með henni var Kanye West eiginmaður hennar. Kanye West og Bianca Censori.Jon Kopaloff/WireImage Julia Fox Fyrirsætan og leikkonan Julia Fox mætti í gegnsæju fitti, nærfötum undir og með gula uppþvottahanska. Julia Fox mætti með gula uppþvottahanska.Jeff Kravitz/FilmMagic Taylor Swift Ein vinsælasta tónlistarkona fyrr og síðar Taylor Swift skein skært í rauðum stuttum kjól frá breska tískuhúsinu Vivienne Westsood. Rauður er einn hennar uppáhalds litur og hefur hún meðal annars gefið út plötu sem heitir Red. Taylor Swift í rauðum Vivienne Westwood.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Jaden Smith Tónlistarmaðurinn Jaden Smith klæddist svörtum jakkafötum frá Louis Vuitton og var með heilt hús á hausnum. Jaden Smith með nýstárlegan hatt.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Willow Smith Willow Smith rokkaði glitrandi svört nærföt við svartan jakka. Willow Smith rokkaði svört steinuð nærföt við svartan jakka og svarta skó.Frazer Harrison/Getty Images Jourdin Pauline Það var gul viðvörun á dreglinum hjá Jourdin Pauline. Hún er glæsileg í gulum þröngum glansandi kjól með hanska í stíl. Gulur hefur ekki verið áberandi í hátískunni að undanförnu en það er spurning hvort hann fari að láta meira á sér kræla á næstu misserum. Tónlistarkonan Jourdin Pauline geggjuð í gulu.Frazer Harrison/Getty Images Markos D1 og snákurinn Tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Markos D1 elskar snáka og lét það svo sannarlega skína í gegn í gær. Nýtt trend: Að rokka glitrandi steinanað snák yfir axlirnar. Markos D1 elskar snáka.Frazer Harrison/Getty Images Sabrina Carpenter Ein vinsælasta tónlistarkonan í dag Sabrina Carpenter hlaut Grammy verðlaun fyrir besta popp flutninginn á laginu Espresso. Hún var úti lengi í gær því hún er söngkona (I'm working late, 'cause I'm a singer eins og segir í lagi hennar) og var stórglæsileg í ljósbláum fjaðurkjól frá JW Anderson. Sabrina Carpenter er ljósblár draumur í þessum satín kjól.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Troye Sivan Poppstjarnan Troye Sivan geislaði í satín Prada jakkafötum í fjólubláum tónum með fjólubláan trefil við. Troye Sivan alltaf fabjúlöss.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy Sierra Ferrell Sierra Ferrell vann til ferna verðlauna í gær og brosti fyrir myndavélarnar með fangið fullt af verðlaunum. Sierra skein skært í rokókkó kjól frá Jeffrey Kelly Designs. Sierra Ferrell með fangið fullt af Grammy verðlaunum en hún vann til ferna verðlauna og sigraði í öllum flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún er glæsileg í kjól frá Jeffrey Kelly Designs í rokókkó stíl. Kjóll í anda Marie Antionette!Jason Armond / Los Angeles Times via Getty Images
Tíska og hönnun Grammy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira