Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hér er maður ber­skjaldaðri og við­kvæmari“

„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Gul súpa fyrir gula við­vörun

Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 

„Það er eins og ég hafi séð fyrir að hann myndi deyja“

„Ég er búin að upplifa ýmis áföll á lífsleiðinni þannig að ég hef svolítið neyðst til að fara í sjálfsvinnu og sjálfsskoðun, byggja mig upp og svona. Svo samtvinnast það tónlistinni þar sem ég nota tónlistina í þessa sjálfsvinnu,“ segir tónlistarkonan Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu list­rænt D-vítamín

Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Hámhorfið: Hvað eru stjórn­mála­konur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“

Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira