Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli

Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár.

„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“

Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“

Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni

Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum.

Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“

Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum.

„Fólk var að rífast um það hver Húgó væri á meðan að ég sat bara beint fyrir framan þau“

Tónlistarmaðurinn Hugo skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Farinn. Hugo var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og hefur vakið mikla athygli fyrir grímuna sem hann klæðist hvert skipti sem hann kemur fram. Enginn virðist vita hver raunverulegi maðurinn sé á bak við Hugo. Blaðamaður hafði samband við Hugo og tók púlsinn á honum.

Besta ráðið kom frá laginu „Geðveikt Fínn Gaur“

Guðrúnu Ýr Eyfjörð, GDRN, er margt til listanna lagt en ásamt því að vera ein ástsælasta söngkona landsins er hún einnig leikkona sem fór með aðal hlutverk í Netflix seríunni Katla. Guðrún, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, hlakkar mikið til framtíðarinnar en passar að vera hamingjusöm í nú-inu. GDRN er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Sjá meira