Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ævin­týra­legt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar

Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina.

Lauf­ey og Júnía í fremstu röð í París

Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París.

„Stolt af mínum konum sem geisluðu af gleði“

Danskennarinn og lífskúnstnerinn Berglind Jónsdóttir er nýkomin heim úr ævintýralegri og einstakri ferð til Búlgaríu þar sem hún fór með hóp kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera allar yfir fimmtugt og elska að dansa. Konurnar sýndu atriði á stórri danshátíð og var þetta að sögn Berglindar ógleymanleg upplifun.

Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi

Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið.

Lætur nettröllin ekki hafa á­hrif á sjálfs­myndina

„Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu.

Sjá meira