Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard „Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug. 24.9.2024 07:03
Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum. 23.9.2024 20:02
Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23.9.2024 16:32
Tóku hraðanum misalvarlega en hlupu fyrir langveik börn Yfir þrjátíu barþjónar tóku sig saman og hlupu þrjá hringi í kringum Austurvöll með Negroni í hönd síðastliðinn föstudag. Barþjónarnir keyptu hlaupanúmer til styrktar Mía Magic samtökunum á Íslandi sem styðja við þjónustu langveikra barna. 23.9.2024 15:32
Lítill bróðir mættur: „Fullkominn, stór og sterkur“ Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir eignaðist hraustan og heilbrigðan strák 20. september síðastliðinn. Hún og Geir Ulrich kærasti hennar eru í skýjunum og hlakka til að kynnast sem fjölskylda. 23.9.2024 11:30
Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21.9.2024 11:31
„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin. 21.9.2024 07:03
Kátir tískukarlar hjá Kölska Stórglæsilegir gæjar komu saman föstudaginn þréttanda september þegar Kölski hélt heljarinnar veislu í tilefni af því að liðin eru sex ár frá stofnun merkisins. 18.9.2024 20:01
Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk. 17.9.2024 14:30
Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið „Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson. 17.9.2024 13:31