Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. 5.1.2026 13:43
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. 5.1.2026 11:09
Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. 2.1.2026 19:00
Þurfi að sannfæra flokkinn Allt stefnir í harðan oddvitalag hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki að mati stjórnmálafræðings fyrir komandi kosningar. Ef Pétur Marteinsson sigri verði Samfylkingin meira til hægri. Líklegt sé að Guðlaugur Þór Þórðarsson fari fram. Framboð Viðreisnar og Miðflokksins séu enn óskrifað blað 2.1.2026 13:00
Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina. 28.12.2025 14:53
Samherji gæti tvöfaldast Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. 27.12.2025 12:10
Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. 23.12.2025 13:33
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. 22.12.2025 20:01
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. 22.12.2025 15:33
Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Breskt félag hefur stefnt Samherja fyrir hönd ríkisfyrirtækis í Namibíu um hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna og verður dæmt í málinu í Bretlandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar hafi verið gripið til varnar í Bretlandi. Upphæðin sé súrealísk og hærri en eigið fé Samherja. 22.12.2025 13:01