Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið. 22.10.2025 20:00
Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hundruðum krafna hefur verið lýst í þrotabú flugfélagsins Play sem varð gjaldþrota í lok september. Launakröfur starfsfólks liggja enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið sæki með riftun óeðlilegar greiðslur félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. 22.10.2025 11:22
Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks segir að mikið bakslag hafi orðið í málaflokknum um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi. Hætta sé á að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið en áður vegna vaxandi ofsókna. Mikilvægt sé að rödd Íslands heyrist í baráttunni. 19.10.2025 20:30
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 15.10.2025 20:18
Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. 15.10.2025 19:13
Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Formaður Krabbameinsfélagsins segir íslenska heilbrigðiskerfið illa undirbúið til að veita viðunandi þjónustu við konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Biðtími eftir geislameðferð sé óboðlegur og þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur í framtíðinni þá nýtist það ekki þeim sem nú bíða í von og óvon eftir að komast í meðferð. 15.10.2025 14:52
Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. 15.10.2025 12:43
Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Biðtími eftir geislameðferð við brjóstakrabbameini er mun lengri hér á landi en mælt er með í Evrópu. Það er dauðans alvara að mati þriggja hagsmunafélaga sem skora á stjórnvöld að skilgreina hámarksbiðtíma. Kona sem hefur greinst tvisvar segir mikið aukaálag að bíða vikum saman eftir slíkri meðferð. 14.10.2025 20:01
Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Einn þekktasti rússneski stjórnarandstæðingur Rússlands telur að enginn friður verði í Evrópu fyrr en Vladimír Pútín hafi verið bolað frá og lýðræði innleitt í Rússland. Nauðsynlegt sé að undirbúa slíka byltingu.Hann hvetur almenning til að skrifa pólitískum föngum í landinu bréf, það hafi bjargað lífi hans. 13.10.2025 20:53
Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. 9.10.2025 19:37