Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu. 28.4.2025 06:48
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28.4.2025 06:36
Réðust á tvo menn á göngu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt. 28.4.2025 06:06
Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. 23.4.2025 08:23
Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. 23.4.2025 08:12
Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og björtu veðri um mest allt land. Við suðurströndina má hins vegar búast við heldur hvassari austanátt, átta til þréttán metrum á sekúndu, og jafnvel skýjuðu veðri með dálítilli vætu af og til. 23.4.2025 07:07
Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Tuttugu og fjórir hið minnsta eru látnir eftir að hópur manna hóf skothríð í átt að ferðamönnum í Kasmír-héraði í Indlandi fyrr í dag. 22.4.2025 15:04
Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. 22.4.2025 12:40
Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Landris í Svartsengi heldur áfram, en töluvert hefur dregið úr hraða þess og er nú svipað og fyrir eldgosið sem hófst 1. apríl síðastliðinn. 22.4.2025 12:27
Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn „Stóri plokkdagurinn“ verður haldinn um land allt næstkomandi sunnudag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun setja daginn við Sorpu í Breiðholti klukkan 10:00 og hafa öll verið hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum, sérstaklega íbúar í Breiðholti. 22.4.2025 08:26