Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa boðað til sameiginlegs kynningarfundar klukkan 14:30. 2.9.2025 14:03
Samið um norðlenska forgangsorku Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur. 2.9.2025 13:19
Selja hlut sinn í Skógarböðunum Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54 prósenta eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli. Áhugasömum fjárfestum hefur verið boðið að gera tilboð í hlutinn. 2.9.2025 12:30
Jón Gunnarsson til Samorku Jón Gunnarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri greininga hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. 2.9.2025 10:23
Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Hjördís Gulla Gylfadóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion banka. 2.9.2025 09:57
Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu á landinu í dag og á morgun og má reikna með norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestanlands. 2.9.2025 07:38
Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Dagný Ingadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Kennarasambands Íslands. 2.9.2025 07:26
Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Hugrún Halldórsdóttir útvarpskona er hætt störfum hjá Bylgjunni þar sem hún hefur verið í hópi umsjónarmanna þáttarins Reykjavík síðdegis. 1.9.2025 11:11