varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fara fram á að Kópa­vogs­bær fresti lokuninni á Dal­vegi

Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík.

Braut húsaleigulög með litavalinu

Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga.

Þúsundir yfir­gefa Santorini vegna skjálfta

Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur.

Nafn­greina árásar­manninn í Örebro

Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær.

Lýsa yfir hættustigi al­manna­varna

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Halla sendir Svía­konungi samúðarkveðju

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Lýsa yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna ó­veðursins

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Þau tala í um­ræðum um stefnu­ræðu Krist­rúnar

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun flytja sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi klukkan 19:40 í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar þeirra sex flokka sem eiga sæti á þingi flytja ræður.

Sjá meira