Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 19.11.2025 09:00
Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. 19.11.2025 08:31
Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Myndarlegur skýjabakki hefur í nótt færst yfir úr vestri og má búast við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu þannig við hvíta jörð í morgun og má reikna með hálku eða hálkublettum á flestum leiðum. 19.11.2025 07:08
Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar. 18.11.2025 08:31
Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögmaður, hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fyrir Hringborð hafs og eldis (IAOF- Icelandic Aquaculture and Ocean Forum). 18.11.2025 08:25
Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. 18.11.2025 07:49
Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Búið er að opna Hvalfjarðargöng á ný eftir að hafa verið lokuð til norðurs um tíma vegna bilaðs bíls sem teppti umferð. 18.11.2025 07:11
Frost og víða fallegt vetrarveður Hæg norðlæg eða breytileg átt er nú í vændum og mun blása aðeins austast á landinu þar sem má gera ráð fyrir átta til þrettán metrum á sekúndu. 18.11.2025 07:06
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. 17.11.2025 14:31
Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 17.11.2025 13:43