Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 9.9.2025 12:51
Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila. 9.9.2025 10:54
Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku Íslands í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það er þó gert með fyrirvara um niðurstöðu yfirstandandi samráðsferils innan EBU, vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni. 9.9.2025 09:00
Hvasst og samfelld rigning austast Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu á landinu síðustu daga er nú skammt norðvestur af landinu og fjarlægist smám saman. 9.9.2025 07:11
Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðukona markaðsmála hjá Olís. 8.9.2025 10:05
Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Icelandair flutti alls 608 þúsund farþega í ágústmánuði sem er eins prósenta aukning miðað við ágúst 2024. Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent á milli ára og um fimm prósent á markaðinum frá Íslandi. 8.9.2025 08:15
Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar. 8.9.2025 07:50
Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Veðurstofan spáir austan átta til fimmtán metrum á sekúndu á austanverðu landinu í dag og hvassara um tíma suðaustantil og við austurströndina. Það verður þó mun hægari á vesturhelmingi landsins. 8.9.2025 07:37
Rick Davies í Supertramp er látinn Rick Davies, söngvari, lagasmiður og hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Supertramp, er látinn. Hann varð 81 árs gamall, 8.9.2025 07:17
Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. 5.9.2025 14:37