varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frjó­semi aldrei verið minni en árið 2024

Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2024 var 4.311 sem er lítilsháttar fækkun frá árinu 2023 þegar 4.315 börn fæddust. Frjósemi á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári.

Á leið til Noregs og Sví­þjóðar

Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

Sól­rún tekur við af Kristínu Lindu

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár.

Nefndin skoði lög­reglu en ekki blaða­menn

Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Brynjólfur Bjarna­son er látinn

Brynjólfur Bjarna­son forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka.

Sjá meira