Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra sem hefur verið auglýst laust til umsóknar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hyggst ekki sækja um stöðuna. 8.12.2025 14:51
Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður Tækni- og hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins (SI) á ársfundi ráðsins sem fram fór í síðustu viku. Nýir fulltrúar voru einnig skipaðir í ráðið á fundinum. 8.12.2025 11:01
Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Icelandair flutti alls 347 þúsund farþega í nóvember sem er aukning um 15 prósent milli ára. Nýliðinn nóvembermánuður er sá stærsti í sögu Icelandair. 8.12.2025 10:44
Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Stefán Örn Kristjánsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Borealis Data Center. 8.12.2025 08:39
Hvassviðri syðst á landinu Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu. 8.12.2025 07:31
Mortal Kombat-stjarna látin Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára. 5.12.2025 07:43
Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Víðáttumikil lægð suður af landinu og hæð yfir Grænlandi beina norðaustlægum áttum til landsins og verður víða strekkingur eða kaldi, en hægari vindur norðaustantil. 5.12.2025 07:01
Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Loka þarf karlaklefum í Sundhöll Reykjavíkur tímabundið vegna rakaskemmda. Klefarnir verða lokaðir frá og með 5. desember og verða opnaðir aftur eftir úrbætur og úttekt. 4.12.2025 14:47
Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn „Orkan, álið og kísillinn“ er yfirskrift opins raforkumarkaðsfundar Viðskiptagreiningar Landsvirkjunar sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu í dag. 4.12.2025 13:32
Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Herdís Steingrímsdóttir, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, studdi tillögu seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 25 punkta í síðasta mánuði en hefði þó kosið að halda vöxtum óbreyttum. 4.12.2025 10:48