Liverpool ekki meistaraefni: „Eru langt á eftir City og Arsenal“ Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að Liverpool geti ekki barist við Manchester City og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Lærisveinar Arne Slot séu langt á eftir þeim liðum. 30.9.2024 14:32
Enginn „heimsendir“ verði Keflavík ekki Íslandsmeistari Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari. 30.9.2024 13:47
Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur 30.9.2024 11:32
Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þunglyndi samhliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótorsportheiminum. Í opinskáu viðtali við The Times talar Hamilton um baráttu sína við þunglyndi og opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í skóla. 30.9.2024 11:14
Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þorlákshöfn Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 30.9.2024 10:00
Ten Hag verði ekki rekinn Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 30.9.2024 09:30
Ísold eltir annan draum: „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu“ Hin sautján ára gamla Ísold Sævarsdóttir. Sem var einn besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta á síðasta tímabili. Hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að taka sér hlé frá körfuboltaiðkuninni til þess að elta annan draum. 28.9.2024 09:00
Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. 26.9.2024 12:00
Tekur hanskana af hillunni og hjálpar Börsungum í neyð Markmannshankarnir voru ekki lengi á hillunni hjá hinum 34 ára gamla Wojciech Szczesny sem hefur nú tekið þá af hillunni og samið við spænska úrvalsdeildarfélagið Barcelona. 25.9.2024 16:17
Óttast ekki bikarþynnku: „Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu“ Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta svo til pressulausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heimavelli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sérstakt til að keppa að í deildinni óttast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, ekki bikarþynnku eftir fagnaðarlæti síðustu daga í kjölfar sigursins sögulega. Fögnuð þar sem leikmenn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu. 25.9.2024 12:30