Óvænt tíðindi að austan: „Mikil vonbrigði“ Óvænt tíðindi bárust frá Egilsstöðum í dag en Jóhann Árni Ólafsson, sem nýverið tók við sem einn af tveimur þjálfurum karlaliðs Hattar í Bónus deildinni í körfubolta, hefur óskað eftir lausn á samningi sínum af persónulegum ástæðum. 23.7.2024 15:31
Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. 23.7.2024 11:30
Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. 23.7.2024 09:30
Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. 23.7.2024 09:01
Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“ Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær. 22.7.2024 13:30
Reiknar með því að hinn fjörutíu og tveggja ára Hlynur troði á komandi tímabili Baldur Þór Ragnarsson er nýr þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Eftir nokkur ár í þýska boltanum snýr hann heim til Íslands, reynslunni ríkari og setur markið hátt. Stjörnumenn hafa verið duglegir að bæta við leikmannahóp sinn og þá reiknar Baldur með því að reynsluboltinn Hlynur Bæringsson reimi einnig á sig körfuboltaskóna á næsta tímabili. 10.7.2024 09:01
„Þetta tók á ég get alveg verið hreinskilin með það“ Ingibjörg er einn reynslumesti leikmaður íslenska landsliðsins og eftir stutta dvöl í Þýskalandi hjá Duisburg er hún nú í leit að næsta ævintýri á atvinnumannaferlinum og viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi reynst sér erfiðir innan sem utan vallar. 10.7.2024 08:00
Fyrst kvenna og vill rjúfa múr í París: „Segja öll að þetta sé allt annað fyrirbæri“ „Mig er búið að dreyma um þetta síðan ég byrjaði í frjálsum, níu ára gömul,“ segir hin 24 ára gamla Erna Sóley Gunnarsdóttir sem í gær fékk að vita að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París. 6.7.2024 09:01
„Vonbrigði“ að aðeins fari fimm frá Íslandi á Ólympíuleikana Afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það vonbrigði að eins og staðan sé í dag bendi allt til þess að Íslands eigi aðeins fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París í sumar. Á sama tíma sér hann hins vegar endalausa möguleika í íþróttahreyfingunni hér á landi. 6.7.2024 08:00
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. 5.7.2024 16:01