Erna Sóley keppir á Ólympíuleikunum í París Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París í sumar en Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands núna í morgun. 5.7.2024 11:51
Meistaradeild Evrópu: Breiðablik mætir FC Minsk | Valur mætir Ljuboten Dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta nú rétt í þessu við hátíðlega athöfn í Nyon í Sviss. Tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum. Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu, Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. 5.7.2024 11:32
Andrea svekkir sig ekki á mannlegum mistökum Þeir hlauparar sem tóku þátt í Ármannshlaupinu í fyrradag munu ekki fá afrek sín skráð í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Í tilkynningu segir að hlaupaleiðin teljist of stutt en fimmtíu og átta metra vantaði upp á metrana tíu þúsund sem hlaupararnir áttu að hlaupa. Ein þeirra sem þreytti hlaupið í fyrradag er Andrea Kolbeinsdóttir sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni með því að koma fyrst í mark í kvennaflokki. 4.7.2024 16:13
Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. 4.7.2024 11:31
Verður áfram hjá Manchester United Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. 4.7.2024 10:18
„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. 4.7.2024 10:00
Gefur aðeins grænt ljós á viðræður við Manchester United Hollenski landsliðsmaðurinn og varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hefur aðeins gefið grænt ljós á að hefja viðræður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þrátt fyrir áhuga annarra stórliða. 3.7.2024 14:01
Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. 3.7.2024 09:31
Undrabarnið hefur sinnt heimavinnu á EM: Stóðst öll próf í skólanum Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal, landsliðsmaður Spánar og leikmaður spænska stórliðsins Barcelona, stóðst öll prófin sem hann þreytti í skólanum sínum á meðan á Evrópumótinu í fótbolta stendur. 28.6.2024 14:16
Heldur starfi sínu þrátt fyrir vonbrigði á EM Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. 28.6.2024 13:31