„Það er ekki þörf á mér lengur“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. 3.7.2025 15:32
Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Íslenska landsliðið í fótbolta mætti aftur til æfinga í dag á EM í Sviss eftir svekkjandi tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í gær. Æfingasvæði liðsins er við herstöð og sjá mátti skriðdreka á ferð hjá í morgun. 3.7.2025 13:02
Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. 3.7.2025 11:33
Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Ef ég hefði skrifað upp dæmi um afleita byrjun á Evrópumóti hjá íslenska landsliðinu fyrir mót þá hefði það líklegast geta innihaldið tap gegn Finnum og tilþrifalitla frammistöðu, að besti leikmaður liðsins myndi þurfa að yfirgefa völlinn og svo til þess að toppa eymdina gætum við misst leikmann af velli með rautt spjald. 2.7.2025 23:17
Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Ísland hefur vegferð sína á EM í fótbolta í Sviss í dag þegar að liðið mætir Finnlandi í fyrsta leik mótsins á Stockhorn Arena í Thun. 2.7.2025 11:19
Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Evrópumótið í fótbolta virðist koma á góðum tíma fyrir landslið Finnlands sem mætir Íslandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli mótsins. Eftir yfir fimmtán mánaða tímabil sem einkennst hefur af meiðslabrasi virðist þjálfarinn geta veðjað á sína helstu hesta. 2.7.2025 10:01
Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Ísland og Finnland mætast í fyrsta leik EM í fótbolta í Sviss í dag. Þjálfarar beggja liða eru sammála um að mikilvægi góðra úrslita strax í fyrsta sé gífurlegt. Finnarnir reyndu að varpa pressunni yfir á Íslendinga á blaðamannafundi í gær. 2.7.2025 09:00
„Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mun feta nýjan stíg í dag er hún leiðir íslenska landsliðið inn á völlinn í fyrsta skipti á stórmóti. Hún segir að um stóra stund fyrir sig sé að ræða. 2.7.2025 07:02
Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, segir sitt lið þurfa að passa sérstaklega upp á Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum gegn Íslandi á EM í Sviss á morgun. 1.7.2025 14:32
EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Nú dregur nær fyrsta leik íslenska landsliðsins í fótbolta á EM í Sviss og spennan fer vaxandi og Íslendingum í Thun fjölgar. í EM í dag verður farið yfir helstu tíðindi í tengslum við þátttöku Íslands á mótinu 1.7.2025 11:15