Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Jafntefli Svía gegn Ungverjum í kvöld í milliriðlum EM í handbolta sér til þess að íslenskur sigur á morgun gegn Slóveníu tryggir Strákunum okkar sæti í undanúrslitum mótsins. Litlu sem engu munaði að staðan hefði verið allt önnur. 27.1.2026 22:43
Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Víkingur Reykjavík og Valur munu leika til úrslita á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. Þetta varð ljóst eftir sigur beggja liða í undanúrslitum mótsins í kvöld. 27.1.2026 22:29
Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Með því að bera sigur úr býtum gegn Slóveníu á morgun í milliriðlum EM í handbolta mun Ísland tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Íslendingar hafa brugðist við vendingum kvöldsins á samfélagsmiðlum. 27.1.2026 21:42
Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Með sigri gegn Slóveníu á morgun gulltryggja Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta sér sæti í undanúrslitum EM. Þetta varð ljóst efir jafntefli Svía gegn Ungverjalandi í kvöld. Lokatölur 32-32. 27.1.2026 21:07
„Snorri á alla mína samúð“ Farið var yfir svekkjandi jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðlum EM í handbolta í Besta sætinu. Mat sérfræðinga þáttarins var að það vantaði upp á skítavinnuna hjá Strákunum okkar og þá var Snorra Steini, landsliðsþjálfara sýnd samúð í þessari stöðu. 27.1.2026 20:00
Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Lærisveinar Arons Kristjánssonar í landsliði Kúveit í handbolta eru úr leik á Asíumótinu eftir tap gegn ríkjandi Asíumeisturum Katar í framlengdum undanúrslitaleik liðanna, lokatölur urðu 27-26 Katar í vil. 27.1.2026 17:49
Hlín á láni til Fiorentina Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Hlín Eiríksdóttir, hefur verið lánuð í ítölsku úrvalsdeildina frá enska liðinu Leicester City út yfirstandandi tímabil þar sem hún mun spila fyrir lið Fiorentina. 27.1.2026 17:41
„Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er mjög sár og svekkt út í Skíðasamband Íslands fyrir að treysta henni ekki til þáttöku á komandi Vetrarólympíuleikum. Sambandið segir ákvörðunina tekna með hennar langtíma hagsmuni til hliðsjónar. Hólmfríður segist sjálf vera best til þess fallin að meta þá. 27.1.2026 17:09
Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Noregur og Portúgal gerðu jafntefli í leik sínum í milliriðlum EM í handbolta í dag. Lokatölur 35-35, úrslit sem sjá til þess að möguleikar beggja liða á sæti í undanúrslitum eru nánast úr sögunni. 26.1.2026 16:17
Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 26.1.2026 14:36