Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Bennet Wiegert, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum handbolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun. 16.1.2026 07:32
Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Spálíkan Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, og kollega hans þar spáir því að íslenska karlalandsliðið í handbolta endi í einu af sætum sjö til tólf á komandi Evrópumóti og er því ekki eins bjartsýnt á gengi liðsins og sérfræðingar hafa verið. Líklegast þykir að Ísland endi í áttunda sæti mótsins. 15.1.2026 13:52
Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Silja Úlfarsdóttir er fyrsti og eini íslenski umboðsmaðurinn til þessa sem er vottaður af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Hún er að eigin sögn íþróttasjúk og ætlar sér að hjálpa til við að finna fleiri íþróttahetjur hér heima og koma þeim á framfæri. 15.1.2026 08:00
Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Meðalaldur íslenska karlalandsliðsins er einn sá hæsti af þeim landsliðum sem taka þátt á komandi Evrópumóti í handbolta. 14.1.2026 07:00
Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld. Bónus deild kvenna í körfubolta á sviðið og þá er stórleikur á dagskrá enska deildarbikarsins í fótbolta. 14.1.2026 06:02
Benoný kom inn á og breytti leiknum Benoný Breki Andrésson átti frábæra innkomu þegar að lið hans Stockport County tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EFL bikarsins í fótbolta með 2-1 sigri gegn Harrogate Town í kvöld. 13.1.2026 23:02
Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Stuðningsmenn Real Sociedad eru margir hverjir æfir út í þjálfara liðsins og furða sig á framkomu hans í garð Orra Steins Óskarssonar í kvöld í leik liðsins gegn Osasuna. 13.1.2026 22:58
Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Tryggvi Snær Hlinason, lét til sín taka er lið hans Bilbao Basket lagði PAOK að velli í Evrópubikarnum í kvöld. Lokatölur 95-73 Bilbao í vil. 13.1.2026 22:32
Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Stjarnan og Valur unnu leiki sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. 13.1.2026 22:08
City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Antoine Semenyo var aftur á skotskónum fyrir Manchester City þegar að liðið bar 2-0 sigur úr býtum á útivelli gegn Newcastle United í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum. 13.1.2026 22:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent