„Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handboltasérfræðingur segir það glatað fyrir íslenska landsliðið að vera án Elvars Arnar Jónssonar það sem eftir lifir af EM. Hann er þó bjartsýnn og segir Strákana okkar hafa sýnt það gegn Ungverjum að þeir ætli sér hluti á þessu móti, í svipuðum aðstæðum og í þeim leik hafi liðið áður brotnað. 22.1.2026 07:31
Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Eftir að hafa gagnrýnt áherslu Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, á vídjófundi og sagt um menningarmun á aðferðum hafi verið að ræða, hafa Danir í dag hætt við æfingu fyrir mikilvægan leik á EM gegn Frökkum á morgun til þess að horfa á fleiri upptökur af leikjum sínum og Frakka. 21.1.2026 11:46
Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Bestu pílukastarar í heimi eiga möguleika á því að vinna stórar peningafjárhæðir með afar óvenjulegum hætti á móti sem hefst í Sádi-Arabíu í dag. 19.1.2026 07:00
Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Hann er kannski rólegri en oft áður, mánudagurinn á sportrásum Sýnar, en þó eru skemmtilegir íþróttaviðburðir á dagskrá í dag og í kvöld. 19.1.2026 06:03
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið áfram í milliriðla Evrópumótsins og samkvæmt tilkynningu frá HSÍ þurfa æstir stuðningsmenn landsliðsins sem ætla sér að sækja leiki liðsins þar að hafa hraðar hendur. Miðarnir einfaldlega rjúka út. 18.1.2026 23:02
Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands er undir gríðarlegri pressu að mati sérfræðinga Besta sætisins. Hann fær toppeinkunn hingað til á EM en ekki verður sátt með sömu niðurstöðu og á síðustu stórmótum. 18.1.2026 22:17
Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Það varð allt vitlaust undir lok uppbótartíma venjulegs leiktíma í úrslitaleik Afríkukeppninnar í fótbolta í kvöld og landslið Senegal yfirgaf völlinn eftir óskiljanlegar ákvarðanir dómara leiksins en stóð svo á endanum uppi sem Afríkumeistari. 18.1.2026 21:30
Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Ísland og Ungverjaland munu mætast í úrslitaleik um það hvort liðið vinni F_riðilinn á EM í handbolta og taki með sér tvö stig í milliriðla. Þetta varð ljóst eftir sigur Ungverja á Ítölum í kvöld. 18.1.2026 21:12
Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Fulltrúum Evrópska handknattleikssambandsins, þykir það miður að lag eftir króatísku hljómsveitina umdeildu, Thompson, hafi verið spilað í keppnishöllinni í Malmö fyrir fyrsta leik Króata á EM en söngvari hljómsveitarinnar er afar umdeildur svo ekki sé fastar að orði kveðið. 18.1.2026 20:31
Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Orð á borð við „töfrandi“ og „einstakt“ eru mikið notuð núna í tengslum við sögulegan sigur færeyska karlalandsliðsins í handbolta á EM í kvöld. 18.1.2026 19:58