Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. 5.11.2025 08:02
Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. 4.11.2025 17:01
Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum. 4.11.2025 15:38
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. 4.11.2025 15:02
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. 4.11.2025 11:46
Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. 4.11.2025 11:20
Sækja á fjórða milljarð króna Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins. 4.11.2025 11:00
Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stofnað reikninga á Instagram og birt þar nektarmyndir af konunni. 3.11.2025 16:51
Gengi Alvotech aldrei lægra Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech lækkaði um rúmlega 28 prósent í dag. Gengið stendur nú í 680 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Lækkunin í kauphöllinni í Svíþjóð nemur 31,17 prósentum og það sem af er degi vestan hafs hefur gengið lækkað um rúm 30 prósent. 3.11.2025 16:03
Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring. 3.11.2025 14:32