Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vélfagsmálið beint í Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni.

Gæslu­varð­hald Grikkjans fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir grískum karlmanni, sem grunaður er um að hafa ráðið portúgölskum manni bana á Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Skýr mynd komin á dular­fullt and­lát á Skjólbraut

Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana átti að renna út í dag en hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá

Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar.

Niður­stöður sam­ræmdra prófa í vor verði opinberaðar

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum.

Spá veru­lega aukinni verð­bólgu vegna breytinga

Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

Sjá meira