Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar nú í hádeginu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort landsfundur flokksins fari fram samkvæmt áætlun um mánaðamótin febrúar-mars, eða hvort fundinum verði frestað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og að segja jafnframt af sér þingmennsku.

Þóra kveður Stöð 2

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda. 

Skúr varð eldi að bráð

Skúr milli Garðs og Sandgerðis fór illa þegar eldur kviknaði í honum um klukkan 20 í gærkvöldi.

Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg

Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Ekkert verður af kaupunum á Krafti

Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“

Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni.

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Fimm fluttir á sjúkra­hús eftir rútuslysið

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Sjá meira