Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar. 10.1.2025 09:14
Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. 9.1.2025 15:44
Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Toyota Corolla er heldur illa farin eftir að henni var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi á öðrum tímanum í dag. 9.1.2025 15:16
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9.1.2025 11:45
Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Fjöldi Eyjamanna hefur skrifað undir undirskriftarlista þar sem áformum um gerð listaverks á Eldfelli er mótmælt. 18.12.2024 11:44
Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. 18.12.2024 10:29
Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Maðurinn sem fékk á dögunum tólf ára fangelsisdóm fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til dauða konu hans heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson. 18.12.2024 09:36
Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Björgvin Ó. Melsteð Ásgeirsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að kveikja í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi á gamlárskvöld árið 2023. Þá hefur honum verið gert að greiða tæplega 43 milljónir króna í skaðabætur. 18.12.2024 08:48
Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. 18.12.2024 08:05
Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Aðalstjórn FH segir þrekvirki hafa verið unnið við byggingu íþróttamannvirkja í Kaplakrika við erfiðar efnahagsaðstæður. Frjálsíþróttadeild félagsins segist harma þá stöðu sem félagið er komið í vegna málsins. 18.12.2024 06:54