Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hagnaður dróst veru­lega saman en fé­lagið á 850 milljónir

Eignarhaldsfélag þingmannsins Jóns Péturs Zimsen, tveggja bræðra hans og föður þeirra hagnaðist um 48 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn árið áður nam 217 milljónum króna. Um áramótin nam eigið fé félagsins 848 milljónum króna en skuldir aðeins níu milljónum.

Þarf að una á­minningu í máli móður í for­sjár­deilu

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að una úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna um að hann þurfi að endurgreiða móður rúmar tvær milljónir vegna starfa hans í forsjármáli hennar. Þá þarf hann einnig að una áminningu fyrir að hafa samband við sameiginlega kunningjakonu þeirra og föður konunnar.

Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón

Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna.

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Ekki sjálfs­vörn að berja með steypuklumpi í höfuðið

Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætó­skýli á Akra­nesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins.

Boðar skatt á inn­lendar og er­lendar streymisveitur

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni.

Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stór­gróða

Hafnarstjóri Faxaflóahafna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þrjár breytingar á skattheimtu af skemmtiferðaskipum. Áhrif breytinganna hafi ekki verið metin og þær geti hæglega orðið til þess að tekjur hins opinbera dragist saman. Þannig sé ráðherra öfugu megin á Laffer-kúrfunni svokölluðu.

Sjá meira