Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. 10.12.2025 14:06
Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan. 10.12.2025 10:36
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. 9.12.2025 16:37
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. 9.12.2025 15:04
Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna fyrir hvort félag. 9.12.2025 13:48
Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Niðurstöður íbúasamráðs um gufuböð í Vesturbæjarlaug liggja nú fyrir og í annarri sánunni verður heimilt að tala en ekki í hinni. Þá verður sú síðarnefndari heitari en hin. Ekkert verður af kynjaskiptingu sánanna eða að önnur verði ilmandi en ekki hin. 9.12.2025 13:08
Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. 9.12.2025 11:16
Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. 9.12.2025 10:25
Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Selfyssingur á sextugsaldri hefur stefnt kenískri eiginkonu til ógildingar hjúskaparskráningar þeirra en hann kveður konuna einungis hafa gifst honum til þess að nýta sér góðvild hans og til að fá dvalarleyfi hér á landi. 8.12.2025 16:46
Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. 8.12.2025 14:41