Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkert próf­kjör hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026.

Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni

Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum.

Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir á­rásina á A. Han­sen

Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004.

Hæsti­réttur byrjaður á Instagram

Til þess að auka frekar aðgengi að Hæstarétti og miðla upplýsingum um hann hefur verið ákveðið að rétturinn opni í eigin nafni síðu á samfélagsmiðlinum Instagram, undir heitinu haestiretturislands.

Þörf neyt­enda­vernd eða að­för að eignar­rétti?

Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega.

Skrif­stofu­stjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu.

Farbannið fram­lengt

Farbann konu, sem grunuð er um að myrða eiginmann sinn og dóttur á Edition-hótelinu í sumar, hefur verið framlengt til 27. febrúar næstkomandi.

Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár

Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina.

„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“

Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir.

Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður

Landsréttur kvað upp dóm sinn í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætti ákæru fyrir nauðgun, í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér á Vísi.

Sjá meira