Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. 5.9.2025 16:59
Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 5.9.2025 15:24
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. 5.9.2025 10:58
Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sextán ára piltur var handtekinn fyrir að kveikja eld inni í herbergi sínu í gærkvöldi. Hann býr í íbúð í Hafnarfirði á vegum hins opinbera og tveir starfsmenn voru með honum í íbúðinni þegar hann kveikti í. 5.9.2025 10:10
Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Tveir eru enn í haldi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna líkamsárásar á Siglufirði í gærkvöldi. Fimm voru handteknir í aðgerðum lögreglu. 5.9.2025 09:33
Móðirin á Edition gengur laus Kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í júní getur nú um frjálst höfuð strokið, eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Hún hefur þess í stað verið úrskurðuð í farbann. 4.9.2025 16:55
Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play. 4.9.2025 15:46
Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Héraðsdómur Vesturlands hefur kvatt mann til að koma fyrir dóm til að hlýða á ákæru fyrir líkamsárás sem hann framdi árið 2023, þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann er búsettur á ótilgreindum stað í Evrópu. 4.9.2025 15:00
Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. 4.9.2025 13:24
Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. 4.9.2025 13:03