Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Tveir þátttakendur Íslandsmóts golfklúbba í 3. deild karla 2025 á golfvelli Golfklúbbs Sauðárkróks hafa verið áminntir fyrir áfengisneyslu á mótinu. Þeir játuðu að hafa drukkið einn bjór og ekki var talið sannað að þeir hefðu drukkið meira, þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir því að þeir hefðu verið sjáanlega drukknir. Einnig var kvartað yfir því að þeir hefðu beitt svokallaðri „Happy Gilmore-sveiflu“ á fyrsta teig. Aganefnd taldi þeim hins vegar frjálst að slá með þeim hætti. 11.12.2025 17:00
Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur. 11.12.2025 15:49
Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla nefndarinnar verður afhent forseta Alþingis á mánudag og kynnt sama dag. 11.12.2025 14:42
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. 11.12.2025 13:13
Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík. 11.12.2025 11:59
Spá aukinni verðbólgu um jólin Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. 11.12.2025 11:07
Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. 11.12.2025 06:47
Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli. 10.12.2025 17:18
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. 10.12.2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. 10.12.2025 14:06