
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir fund þríeykisins í dag þar sem greint var frá því að átta manns hefðu bæst í hóp smitaðra af kórónuveirunni frá því í gær. Þórólfur Guðnason vill að rannsakað verði hvort veiran sem fólk er að smitast af þessa dagana sé eitthvað veikari en sá stofn sem fólk smitaðist af í vor.