Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Flesta íþróttamenn í fremstu röð dreymir um að baða sig í dýrðarljómanum og öðlast frægð fyrir sín afrek en pílukastarinn Justin Hood á sér aðeins eitt markmið og það er að opna kínverskan veitingastað. 31.12.2025 20:00
Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Árið 2025 var fullt af viðburðaríkum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og í tilefni af nýja árinu 2026 hefur allt það besta og skemmtilegasta verið tekið saman á Vísi. 31.12.2025 20:00
Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Miðbaugs-Gínea kvaddi Afríkumótið í fótbolta með 3-1 tapi gegn Alsír, án fyrirliðans Carlos Akapo og framherjans Josete Miranda. Þeir voru báðir dæmdir í bann skömmu fyrir leik eftir að hafa áreitt dómara. 31.12.2025 17:59
„Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Yfirmaður íþróttamála hjá Napoli hrósar danska framherjanum Rasmus Højlund í hástert og reiknar með að festa á honum kaup næsta sumar. 31.12.2025 16:02
Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Skákmaðurinn Magnus Carlsen vann tuttugustu gullverðlaunin á heimsmeistaramóti í gærkvöldi en getur ekki sagt að honum finnist mótið sjálft skemmtilegt. 31.12.2025 15:00
Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Kylian Mbappé setti markamet fyrir Real Madrid á árinu sem er nú að líða en mun byrja nýja árið í endurhæfingu vegna meiðsla sem hann hefur harkað sig í gegnum. 31.12.2025 13:31
Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Gary Anderson mun ekki taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti jafnvel þó hann vinni heimsmeistaramótið í Alexandra Palace. 31.12.2025 13:17
Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Betur fór en á horfðist með meiðsli Nikola Jokic, miðherja Denver Nuggets í NBA deildinni. Hann verður þó frá í að minnsta kosti fjórar vikur. 31.12.2025 12:31
Alls ekki síðasti leikur Semenyo Manchester City virðist vera að ganga frá kaupsamkomulagi við Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, en þjálfarinn Andoni Iraola segir hann ekki hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. 31.12.2025 11:59
Segir dómarana bara hafa verið að giska Fabian Hurzeler, þjálfari Brighton í ensku úrvalsdeildinni, er allt annað en ánægður með ákvarðanatöku dómaranna í 2-2 jafntefli liðsins gegn West Ham í gærkvöldi. 31.12.2025 11:33