„Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi. 11.2.2025 23:01
Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Valur vann afar sannfærandi sjö marka sigur, 33-26, gegn FH í sextándu umferð Olís deildar karla. FH byrjaði betur og var með forystuna eftir fimmtán mínútur en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum. Nú munar aðeins einu stigi milli liðanna í deildinni, FH á toppnum með 23 stig en Valur í fjórða sæti með 22 stig. 11.2.2025 22:00
Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Írski hnefaleikamaðurinn John Cooney lést á laugardag eftir áverka sem hann hlaut í bardaga gegn Nathan Howell í Belfast um þarsíðustu helgi. Mikil sorg er umlykjandi í hnefaleikasamfélaginu og samúðarkveðjur berast úr öllum áttum. 10.2.2025 07:01
Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Fjórða umferð FA bikarsins á Englandi klárast í kvöld. Einnig má finna á dagskránni leik í þýsku úrvalsdeildinni og Lögmál leiksins, umfjöllunarþátt um NBA deildina. 10.2.2025 06:01
Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti. 9.2.2025 23:30
Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Baráttan um að komast í úrslitakeppni Bónus deildar karla er hörð og á eftir að harðna enn frekar. Fimm umferðir eru eftir og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir alla leiki liðanna sem eru í baráttunni. 9.2.2025 22:45
Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Arne Slot gerði tíu breytingar á liði Liverpool fyrir FA bikarleikinn sem tapaðist 1-0 gegn B-deildarliði Plymouth Argyle fyrr í dag. Hann sér ekki eftir því og segist ekki viss um að annars hefði leikurinn unnist. 9.2.2025 21:31
Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Elvar Már Friðriksson sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar þegar hann gaf sautján stoðsendingar í 94-92 tapi Maroussi gegn Lavrio. 9.2.2025 20:55
Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. 9.2.2025 20:29
Tvær þrennur í níu marka stórsigri Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla. 9.2.2025 18:55