Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá

Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi.

Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki

Rui Vitória, þjálfari Sverris Inga Ingasonar og félaga í gríska liðinu Panathinaikos, hefur verið rekinn eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu.

Bellingham batnaði hraðar en búist var við

Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun.

Vara­maður Mikaels skoraði jöfnunar­markið

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í útileik gegn Como í kvöld en var tekinn af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, sá sem kom inn á fyrir hann skoraði síðan jöfnunarmarkið og leikurinn endaði 1-1.

Sparkað í klof liðsfélaga Kol­beins en sigurinn sóttur

Kolbeinn Þórðarson og félagar í Göteborg sóttu mikilvæg þrjú stig með 2-1 sigri á útivelli gegn BK Hacken í 23. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Göteborg hélt leikinn út manni fleiri eftir að leikmaður BK Hacken fékk rautt spjald fyrir að sparka í klof andstæðingsins.

Dag­leg mót­mæli trufla Spánarhjólreiðarnar

Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael.

Sjá meira