Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja veikan mann á skemmtiferðaskipi út af Hornafirði. 14.7.2025 22:28
Spændi upp mosann á krossara Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. 14.7.2025 21:48
Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Nettengin lá niðri í miðborg Reykjavíkur og Hlíðunum vegna bilunar hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu. Netið er aftur komið á en bilunin hafði áhrif á útsendingar Sýnar. 14.7.2025 20:57
Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. 14.7.2025 18:57
Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta. 14.7.2025 17:55
Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Erlendir menn voru í dag handteknir í Breiðholti vegna sölu á fíkniefnum, vörslu fíkniefna og ólöglegrar dvalar í landinu, að sögn lögreglu. 14.7.2025 17:24
Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. 10.7.2025 23:41
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. 10.7.2025 22:55
Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. 10.7.2025 20:59
Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. 10.7.2025 20:09