Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Hjörð hnúfubaka var á sundi nálægt við Hólmavík fimmtudagskvöld þegar einn þeirra tók á sprett að höfninni og skaut upp höfðinu í aðeins örfárra metra fjarlægð frá byggjunni. 3.8.2025 19:50
Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Tónlistarmenn og gestir á Innipúkanum eru að sögn viðburðarhaldara hæstánægðir við aðstöðuna í Austurbæjarbíó sem er að mörgu leyti aftur farin að gegna sínu gamla hlutverki sem tónleika- og menningarhús. 3.8.2025 18:38
Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3.8.2025 18:34
Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. 2.8.2025 23:38
Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. 2.8.2025 23:00
Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. 2.8.2025 21:57
Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. 2.8.2025 21:00
Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Mikið fjör er á Unglingalandsmóti UMFÍ sem var sett við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum í gær. Þátttakendur hafa margir fundið upp á skemmtilegum liðsnöfnum, meðal annars Skinkurnar og Sykurpabbar. 2.8.2025 20:45
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2.8.2025 18:02
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. 2.8.2025 17:12