Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15.11.2024 14:48
Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta skerðingum á raforku til stórnotenda á norður- og austurhluta landsins til áramóta hið minnsta. Ástæðan er sögð batnandi staða miðlunarlóna eftir hlýindin og úrkomuna undanfarið, sem leitt hafi til þess að niðurdráttur hafi stöðvast tímabundið í öllum lónum. 15.11.2024 11:00
Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð. 15.11.2024 10:10
Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hugmyndir formanns Flokks fólksins um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa orðið til þess að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs sameina krafta sína. Það gera forseti ASÍ og formaður SA í aðsendri grein á Vísi. Algengara er að heyra forsvarsfólk samtakanna tveggja tala í kross til dæmis í tengslum við kjarasamninga. 14.11.2024 15:12
Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. 14.11.2024 08:56
Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Melania Trump, fyrrverandi og verðandi forsetafrú, ætlar ekki að fylgja Donald Trump eiginmanni sínum, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsið í dag. New York Times hefur eftir heimildarmanni með upplýsingar um ferðaplön forsetahjónanna verðandi. 13.11.2024 16:10
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13.11.2024 12:09
Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar hófst í gær en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega. 13.11.2024 10:43
Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingar við Fannborg í hjarta Kópavogs í dag. Almenningur er sagður geta átt von á því að heyra hvelli og læti sem eigi sér eðlilegar skýringar. 13.11.2024 10:23
Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Önnur aurskriða féll á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals á fimmta tímanum. Vegurinn verður því lokaður út nóttina. Þá verður Súðavíkurhlíð einnig lokað klukkan tíu í kvöld. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Bolungarvík og á Ísafirði en þeim hefur verið lokað á ný. 12.11.2024 16:59