Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stór aur­skriða féll við Eyrarhlíð

Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Dæmdur fyrir sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás

Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu og vopna og fíkniefna. Konunni sem varð fyrir árásinni voru dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila.

Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna

Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“.

Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér

Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textamaður og íslenskufræðingur leggur til 22 íslensk heiti á hinn svokallaða „Singles' day“ þar sem verslunareigendur um heim allan bjóða misgóð tilboð í þeirri von að neytendur taki upp veskið.

Verð­launuð fyrir að berjast gegn slúðri

Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari, jafnréttisfulltrúi og gæðastjóri við Menntaskólann á Laugarvatni, hlaut hvatningarverðlaun Dags gegn einelti sem afhent voru á föstudaginn. Valið var úr innsendum tilnefningum.

Víkingur Heiðar til­nefndur til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna sem er enn ein rósin í hnappagat píanistans margverðlaunaða sem þekkir þó vel tilfinninguna að henda tilbúinni sigurræðu í ruslið.

Tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýjum skóla

Tímamót urðu í dag þegar fyrsta skóflu­stungan var tekin að nýjum Bíldu­dals­skóla, sem verður samrekinn leik- og grunn­skóli ásamt frístund. Stór hópur bæjarbúa og annarra gesta kom til að verða vitni að stund­inni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vesturbyggð.

Reikna með fimm­tán milljarða kostnaði vegna tjóns

Náttúruhamfaratrygging Íslands áætlar að kostnaður vegna jarðskjálftanna í grennd við Grindavík sem urðu tilefni til þess að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember í fyrra muni að endingu nema á sextánda milljarð króna.

Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is

Tímamót urðu hjá lögreglu í síðustu viku þegar fyrsta rafræna ákæran var gefin út vegna umferðarlagabrota og í framhaldi var fyrsta rafræna fyrirkallið birt á stafrænu Íslandi. Breytingar á lögum um meðferð sakamála í sumar gerði lögreglu kleift að fara af stað með þetta starfræna verkefni.

Sjá meira