Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hjóla í for­seta ASÍ og segja hann af­vega­leiða um­ræðuna

Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi.

„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“

Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.

Bein út­sending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra boða sameiginlega til nýsköpunarráðstefnu um heilbrigðistæknilausnir og -þjónustu á grundvelli þeirra í Grósku í dag. Beint streymi verður frá ráðstefnunni á Vísi.

Bændaferðir færa sig í skemmti­ferða­siglingar

Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim.

Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu

Miðað við nýlega flugáætlun Play fyrir næsta árið hefði félagið verið með tæplega sex prósent af öllum flugsætum til og frá Keflavíkurflugvelli næsta árið hefði félagið ekki farið í þrot. Þrátt fyrir helmingi minna umfang hefði flugfélagið áfram verið næststærsti viðskiptavinur Isavia á eftir Icelandair sem er með 65 prósent flugsæta.

Danir taka ekki af­stöðu gegn Ísrael

Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember.

Læknir í Kópa­vogi blekkti fjöl­skyldu sína með lyga­sögu um krabba­mein

Íslensk móðir sem starfar sem læknir gerði sér upp banvænt krabbamein og skrifaði upp á lyf fyrir foreldra sína og systur en neytti sjálf. Þá sendi hún karlmenn til að hafa í hótunum við barnsföður sinn sem fyrir vikið flúði heimilið um tíma með ungar dætur þeirra. Skipulögð brúðkaupsveisla fór út um þúfur og barnavernd skarst í leikinn.

Kveðju­bréf Einars for­stjóra til starfs­fólks

Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri.

Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar.

Sjá meira