Lagning gjaldþrota Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. 26.9.2025 13:58
Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. 26.9.2025 11:02
Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. 26.9.2025 10:50
Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. 26.9.2025 09:57
Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins. 25.9.2025 10:48
Bein útsending: Framsýn forysta Forseti Íslands, forseti ÍSÍ og forstjórar Amaroq og Landsnets halda erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina Framsýn forysta sem er þema félagsins starfsárið 2025 til 2026. 25.9.2025 08:02
Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir glímt við við rafmagnsleysi á fimmta tímanum. Veitur tilkynntu fyrir skemmstu að rafmagn væri aftur komið á. 24.9.2025 16:36
Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lundaeggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar. 24.9.2025 16:13
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24.9.2025 15:06
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24.9.2025 14:22