Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi. 11.9.2025 06:00
Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Egill Örn Sigurjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Solid Clouds hf. framleiðanda tölvuleiksins Starborne Frontiers. Hann tekur við starfinu af Stefáni Gunnarssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár en lét af störfum í síðustu viku með samkomlagi við stjórn Solid Clouds. 10.9.2025 13:38
Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. 10.9.2025 12:02
Skipar nefnd um jafnrétti karla Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið. 9.9.2025 14:53
Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. 8.9.2025 14:30
Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. 8.9.2025 13:51
Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. 8.9.2025 11:55
Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Elín Tinna Logadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi. Hún snýr aftur til fyrirtækisins eftir tveggja ára starf sem framkvæmdastjóri Útilífs. 8.9.2025 11:19
Bylgja Dís er látin Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul. 8.9.2025 10:43
Heiðrún Lind kaupir í Sýn Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn. 8.9.2025 10:18