Magnús Eyjólfsson er látinn Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands í kata, er látinn 54 ára gamall. Magnús lést á Landspítalanum þann 15. ágúst eftir stutt veikindi. 21.8.2025 12:36
Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Móðir í Reykjanesbæ biður foreldra að brýna fyrir börnum sínum að það sem gæti virkað sem saklaus hrekkur gæti leitt til alvarlegs slyss. Málið er til skoðunar hjá lögreglu. 21.8.2025 11:25
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. 20.8.2025 14:16
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20.8.2025 11:41
Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. 20.8.2025 10:50
Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. 20.8.2025 10:18
Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. 19.8.2025 16:19
Súpan með pappírnum innkölluð Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni. 19.8.2025 09:52
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. 15.8.2025 10:19
Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni. 14.8.2025 11:14