Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Margrét fer fyrir eftir­liti með störfum lög­reglu

Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni.

Hraða­hindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir

Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september.

Verka­fólk snýr aftur til vinnu hjá Bakka­vör

Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra.

Fær að skila eftir­líkingunni til Páls í Pólaris

Kaupum bandarísks fjárfestis á taflborði og skákmunum af íslenskum auðmanni árið 2012 hefur verið rift. Bandaríkjamaðurinn taldi sig hafa keypt taflborð sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu í einvígi aldarinnar árið 1972.

Fimm þúsund starfs­menn borgarinnar fengu of mikið greitt

Reykjavíkurborg þurfti um áramótin að leiðrétta greiðslur til starfsmanna upp á samanlagt  34 milljónir króna vegna kerfisvillu við útreikning desemberuppbótar. Um 4900 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu of mikið greitt.

Skila sex hundruð milljónum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga.

Um­talað kynferðisbrotamál fer á efsta dóm­stigi

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi.

Starfs­fólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum

Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV.

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið

Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Reynir að greiða úr flækjunni standi Guð­rún við stóru orðin

Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu.

Sjá meira