Útlit fyrir 3,2 til 3,3 milljarða króna hagnað Kviku Hagnaður Kviku banka var á bilinu 3,2 til 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi samkvæmt drögum að uppgjöri samstæðunnar. Samsvarar það 32,9 til 34 prósent árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunnar fyrir tímabilið. Viðskipti innlent 21. október 2021 11:58
Sif tekur við sem nýr rekstrarstjóri Aton.JL Sif Jóhannsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri samskiptafélagsins Aton.JL. Sif hefur undanfarin tvö ár starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en tekur nú sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 20. október 2021 15:15
Þau sækja um stöðu upplýsingafulltrúa Heilsugæslunnar Níu hafa sótt um stöðu upplýsingafulltrúa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laus til umsóknar í lok ágústmánaðar. Innlent 20. október 2021 13:47
Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. Innlent 19. október 2021 13:22
Sigurjón Kjartansson hættir hjá RVK Studios Sigurjón Kjartansson yfirmaður þróunarsviðs hefur sagt upp störfum hjá kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks og hyggst starfa sjálfstætt. Viðskipti innlent 19. október 2021 10:31
Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Viðskipti innlent 19. október 2021 09:25
Mun stýra fjármálasviði Wise Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. Viðskipti innlent 18. október 2021 11:27
Birgir fer til Play Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 15. október 2021 09:39
Hallmundur bætist í eigendahópinn Hallmundur Albertsson hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Unnið hefur verið að stofnun stofunnar síðustu misserin og er hún með aðild að alþjóðlegu neti Deloitte Legal. Viðskipti innlent 13. október 2021 07:49
Þrír sérfræðingar ganga til liðs við Attentus Attentus – mannauður og ráðgjöf hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga sérfræðinga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil aukning hafi verið í úttektum á mannauðsmálum og samskiptum. Nýja fólkið komi inn í öflugt samskiptateymi Attentus, ásamt því að sinna mannauðsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar. Viðskipti innlent 12. október 2021 17:12
Silja Mist fer frá Nóa Síríus til Orkuveitunnar Silja Mist Sigurkarlsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Orku náttúrunnar og markaðssérfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hún kemur til fyrirtækisins frá Nóa Síríus þar sem hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra síðustu ár. Viðskipti innlent 12. október 2021 15:10
Kveður ferðaþjónustuna og hefur störf hjá Póstinum Sigríður Heiðar hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns söludeildar Póstsins. Hún hefur þegar hafið störf og mun leiða söluteymi Póstsins og bera ábyrgð á sölustarfsemi fyrirtækisins. Viðskipti innlent 12. október 2021 12:42
Gunnar Atli og Linda Ramdani nýir aðstoðarmenn dómara í Hæstarétti Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Linda Ramdani, lögmaður hjá Mörkinni, hafa verið ráðin aðstoðarmenn dómara í Hæstarétti. Innlent 12. október 2021 12:39
Hannes nýr formaður Félags fasteignasala Hannes Steindórsson tók við stöðu formanns Félags fasteignasala á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Hannes tekur við stöðunni af Kjartani Hallgeirssyni sem hafði verið formaður frá árinu 2016. Viðskipti innlent 12. október 2021 10:32
Snýr baki við tækninni og fer í brauðið Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá matvælafyrirtækinu Gæðabakstri-Ömmubakstri. Hann starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. Viðskipti innlent 11. október 2021 10:53
Unnur Helga nýr formaður Þroskahjálpar Unnur Helga Óttarsdóttir hefur verið kjörin formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Innlent 9. október 2021 11:49
Elín Hirst snýr aftur í fréttamennsku Fjölmiðlakonan Elín Hirst hefur snúið aftur í fréttamennsku eftir nokkurra ára fjarveru, en hún hóf fyrir skömmu störf hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið, DV og Hringbraut. Innlent 8. október 2021 23:01
Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viðskipti innlent 8. október 2021 14:31
Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni. Viðskipti innlent 8. október 2021 08:35
Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. Viðskipti innlent 6. október 2021 17:28
Ráðin gæða- og fræðslustjóri Fastus Hlíf Böðvarsdóttir hefur verið ráðin sem gæða- og fræðslustjóri Fastus. Viðskipti innlent 6. október 2021 12:30
Salvör kjörin formaður samtaka umboðsmanna barna í Evrópu Salvör Nordal, umboðsmaður barna, var kjörinn formaður ENOC, samtaka umboðsmanna barna í Evrópu, á ársfundi samtakanna þann 29. september síðastliðinn. Innlent 6. október 2021 08:15
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. Innlent 5. október 2021 11:27
Mun stýra mannauðsmálunum hjá Póstinum Dagmar Viðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum. Viðskipti innlent 5. október 2021 11:26
Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Innlent 2. október 2021 11:53
Borgar Þór í stöðu Árna Páls hjá Uppbyggingasjóði EES Borgar Þór Einarsson mun taka við stöðu varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES í Brussel. Borgar Þór var tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum og stjórn sjóðsins tók þá ákvörðun að ráða hann. Innlent 1. október 2021 17:00
Kemur frá Landsvirkjun og tekur við markaðsmálunum hjá Isavia Jón Cleon hefur verið ráðinn nýr deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Viðskipti innlent 1. október 2021 10:58
Agnar Freyr ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu Agnar Freyr Gunnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu. Hann kom til starfa snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins. Agnar Viðskipti innlent 1. október 2021 10:47
Ráðin í teymi eignastýringar Fossa markaða Aníta Rut Hilmarsdóttir og Þorlák Runólfsson hafa verið ráðin í teymi eignastýringar Fossa markaða. Viðskipti innlent 1. október 2021 09:02
Teitur til Eyland Spirits Teitur Þór Ingvarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson gins. Teitu er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja en hann starfaði meðal annars áður sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Florealis og var í tíu ár í fyrirtækjaráðgjöf og hagdeild Arion banka. Viðskipti innlent 30. september 2021 15:26