Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Hefur störf sem hag­fræðingur BSRB

Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf

Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.

Klinkið
Fréttamynd

Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels

Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni.

Klinkið
Fréttamynd

Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ

Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Elmar til Ísafold Capital Partners

Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Falur körfuboltamaður til Advania

Falur Harðarson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður rafrænna viðskipta og skólalausna hjá Advania. Hann kemur frá Samkaupum þar sem hann hefur starfað í þrettán ár, fyrst sem mannauðsstjóri og frá 2018 sem forstöðumaður rekstrar- og mönnunardeildar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Linda Blöndal hætt á Hringbraut

Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga

Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Björg tekur við af Flosa hjá Starfs­greina­sam­bandinu

Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 

Innlent
Fréttamynd

Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar

Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Volkswagen Group hættir

Herbert Diess, framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af því 1. september næstkomandi. Næsti framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar verður Oliver Blume, núverandi framkvæmdastjóri Porsche.

Bílar