Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Lofts­lags­ráðs

Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Notar eiginmanninn sem tilraunadýr í bakstrinum

„Ég ákvað að prófa að sækja um í skólanum Le cordon bleu, fékk inn og svo vorum við flutt til London rúmum tveimur mánuðum síðar,“ segir Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Sunak nýtt andlit á gömul gildi

Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta.

Erlent
Fréttamynd

Ás­­mundur Einar Daða­­son skipar þrjá nýja skrif­­stofu­­stjóra

Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“

Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðnar til Tvist

Hönnunar- og auglýsingastofan Tvist hefur ráðið Stefaníu Ósk Arnardóttur í starf viðskiptastjóra og Emmu Theodórsdóttur í starf grafísks hönnuðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimmtán nýir athafnastjórar hjá Siðmennt

Fimmtán nýir athafnastjórar útskrifuðust úr nýliðaþjálfun Siðmenntar á Hellu um helgina. Um er að ræða hóp nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir

Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.

Innherji