Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Tíð rit­stjóra­skipti á Vikunni eigi sér eðli­legar skýringar

Fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Birtings út­gáfu­fé­lags segir ekkert at­huga­vert við manna­breytingar á rit­stjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á um­hverfi fjöl­miðla undan­farið. Fram­kvæmda­stjórinn vill ekki opin­bera hver nýr rit­stjóri sé, heldur gefa við­komandi færi á að opin­bera það sjálfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunar­rekstur Orkunnar seldur til Heim­kaupa og Gréta María ráðin for­stjóri

Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.

Innherji
Fréttamynd

Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures

Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingvar nýr samskiptastjóri SFF

Ingvar Haraldsson er nýr samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ingvar hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann verið viðskiptablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sonur Sigurðar Inga nýr skrif­stofu­stjóri Fram­sóknar

Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Jóna Fann­ey tekur við for­mennsku af Frið­riki

Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Kol­brún sjálf­kjörin for­maður BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ás­gerður nýr dómari við Lands­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra.

Innlent