Innlent

Nýr að­stoðar­maður rétt fyrir ríkisstjórnarslit

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins en er nú orðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins en er nú orðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Stjr

Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku einungis nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar baðst lausnar.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Þar segir að Lilja Hrund sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M próf í alþjóðalögfræði frá Tufts-háskóla í Bandaríkjunum. 

„Hún starfaði sem blaðamaður á miðlum Árvakurs 2018-2022 og hefur starfað sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2022.

Lilja Hrund er í sambúð með Mími Hafliðasyni, forstöðumanni viðskiptaþróunar hjá Högum.

Ráðherra hefur heimild til að vera með tvo aðstoðarmenn, en hefur síðan í apríl einungis verið með einn aðstoðarmann, Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×