Gular viðvaranir, erfið færð og lélegt skyggni við gosstöðvarnar Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag. Innlent 3. apríl 2021 09:55
Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. Innlent 3. apríl 2021 08:02
Gular viðvaranir um Páskahelgi Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Innlent 2. apríl 2021 19:16
Víða milt veður í dag Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld. Innlent 2. apríl 2021 08:47
Allra veðra von um páskana Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun. Innlent 1. apríl 2021 07:25
Lægð beinir til okkar hlýju lofti Suðvestur af landinu er 1037 millibara lægð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði víða vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðan- og norðvestanlands verði fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. Í kvöld mun svo hvessa á Austfjörðum. Veður 31. mars 2021 07:42
Léttskýjað í öllum landshlutum Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og er myndarleg hæð að byggjast upp yfir landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 30. mars 2021 07:17
Norðanáttin ríkjandi á landinu Norðanáttin verður ríkjandi á landinu í dag þar sem reikna má með éljagangi og skafrenningi norðan- og austantil fram yfir hádegi. Má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag og frosti yfirleitt núll til fimm stig. Veður 29. mars 2021 06:45
Vetrarfæri á vegum um allt land Kuldi og úrkoma síðustu daga veldur því að víða er hálka á vegum um landið. Ökumenn þurfa því að gæta vel að aðstæðum þar sem hálkublettir og snjóþekja eru á vegum í öllum landshlutum. Innlent 28. mars 2021 10:00
Þokkalegt veður við gosstöðvarnar í dag Útlit er fyrir ágætis veður við gosstöðvarnar í Geldingadölum í dag þó búast megi við kulda og stöku éljum. Upp úr hádegi gæti orðið töluverð gassöfnun áður en vindur snýr sér til norðurs og er fólki bent á að halda sig ofarlega í hlíðunum við gosið eða upp á hryggjunum. Innlent 28. mars 2021 07:51
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu lýst yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi hefur verið lýst yfir. Þá hefur verið varað við snjóflóðahættu á Ólafsfjarðarmúla, Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð. Þetta kemur fram á Twittersíðu Vegagerðarinnar. Innlent 27. mars 2021 23:18
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. Innlent 27. mars 2021 17:52
„Þetta er bara skítaveður“ Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 27. mars 2021 10:21
Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Innlent 27. mars 2021 07:48
Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Innlent 26. mars 2021 21:31
Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og hríðar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir Suðurland og Suðausturland vegna austan storms og hríðar. Innlent 26. mars 2021 11:28
„Má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“ Veðurspáin fyrir helgina er ekkert sérstök og að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands „má reikna með hellingi af nýjum veðurviðvörunum fyrir helgina“. Innlent 26. mars 2021 06:57
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. Innlent 26. mars 2021 06:34
Gular viðvaranir vegna yfirvofandi hríðarveðurs Nú er hann lagstur í vaxandi norðanátt og fer að snjóa víða á landinu í dag. Það gengur á með hríðarveðri á norðurhelming landsins eftir hádegi og verða gular veðurviðvaranir vegna hríðar í gildi til hádegis á morgun. Veður 25. mars 2021 06:55
Róleg suðvestanátt með éljum Það er spáð rólegri suðvestanátt með éljum í dag en væntanlega mun létta til á Norðaustur- og Austurlandi síðdegis. Hitinn ætti að skríða yfir frostmark víðast hvar en í nótt má svo búast við núll til fimm stiga frosti. Veður 24. mars 2021 07:30
Hægur vindur og dálítil él Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands. Veður 23. mars 2021 07:27
Hvassar suðvestanáttir, él og ekkert útivistarveður Vikan byrjar á hvössum suðvestanáttum og éljum, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og hvassast við Vesturströndina. Bjart er að mestu norðaustanlands og hiti núll til fimm stig. Innlent 22. mars 2021 07:12
Birta spálíkun fyrir gasmengun frá gosinu Veðurstofa Íslands hefur gert spálíkan fyrir gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal. Innlent 21. mars 2021 13:52
„Litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum“ Það hefur kólnað talsvert yfir landinu „og eru litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum þrátt fyrir að veðrið sé í stórum dráttum svipað,“ að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 19. mars 2021 07:14
Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu. Erlent 18. mars 2021 15:56
Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Erlent 18. mars 2021 08:02
„Ákaflega hlýtt loft“ yfir landinu Það er ákaflega hlýtt loft yfir landinu nú og í nótt hefur verið allt að fimmtán stiga hiti í hnjúkaþey á Tröllaskaga og á Austfjörðum að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veður 18. mars 2021 06:55
Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. Innlent 17. mars 2021 16:30
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. Veður 17. mars 2021 06:57
Slær í storm á Breiðafirði á morgun Gul viðvörun vegna sunnan storms á Breiðafirði tekur gildi á morgun klukkan fjögur. Tuttugu til tuttugu og fimm metrar á sekúndu á Snæfellsnesi. Innlent 16. mars 2021 15:22