Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 07:35 Húsið, sem sjá má neðst í vinstra horni myndarinnar, stóð af sér skriðuföllin árið 2020 en skemmdist þó að hluta. Vísir/Arnar Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað. Austurfrétt greinir frá því að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að flytja húsið á nýjan stað en Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings og eigandi hússins, segir í samtali við miðilinn að atburðir helgarinnar flýti aðeins fyrir því ferli frekar en annað. Húsið stóð af sér skriðuföllin á Seyðisfirði árið 2020 en burðavirkið er talið hafa gefið sig um helgina og því hafi það trúlega verið í verra ástandi en upprunalega var talið eftir skriðurnar. Múlaþing og Minjastofnun funduðu saman í gær og stendur til að fjarlægja húsið sem fyrst. Húsið hafi verið í friðunarferli og ljóst að aðeins hluti þess yrði nýttur í endurbygginguna en greina þurfi og flokka þá hluti sem Minjavernd vilji halda í. Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að húsið verði tekið niður en heillegt efni sett í gáma og geymt þar til húsið verður endurbyggt á ný. Ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur þar sem foktjón geti orðið í millitíðinni. Húsið var byggt árið 1880 af Ottó Wathne, sem oft er kallaður faðir Seyðisfjarðar, en á sínum tíma var húsið notað undir síldarverkun, verslun og íbúð. Frá þeim tíma hefur það þjónað ýmsum hlutverkum, þar á meðal sem geymslu- og sýningarhúsnæði fyrir Tækniminjasafn Austurlands, sem var tæmt eftir skriðurnar árið 2020. Mikið tjón víða Rauð veðurviðvörun var í gildi á Austfjörðum á laugardag og appelsínugul viðvörun í gær en ljóst er að mikið tjón hafi þar orðið. Morgunblaðið hefur það eftir forstöðumanni hjá Sjóvá að ljóst sé að tjónið nemi tugum milljóna. Veðurofsinn var víða, þar á meðal á Norðurlandi eystra. Sjór gekk á land á Eyrinni á Akureyri með tilheyrandi tjóni og tré rifnuðu upp með rótum og rúður brotnuðu á Austurlandi. Þá komu björgunarsveitir erlendum ferðamönnum til bjargar í Möðrudalsöræfum. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir verkefnin á landinu öllu hafa verið yfir tvö hundruð talsins yfir helgina þar sem um 350 björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum. Múlaþing Veður Menning Húsavernd Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42 „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að flytja húsið á nýjan stað en Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings og eigandi hússins, segir í samtali við miðilinn að atburðir helgarinnar flýti aðeins fyrir því ferli frekar en annað. Húsið stóð af sér skriðuföllin á Seyðisfirði árið 2020 en burðavirkið er talið hafa gefið sig um helgina og því hafi það trúlega verið í verra ástandi en upprunalega var talið eftir skriðurnar. Múlaþing og Minjastofnun funduðu saman í gær og stendur til að fjarlægja húsið sem fyrst. Húsið hafi verið í friðunarferli og ljóst að aðeins hluti þess yrði nýttur í endurbygginguna en greina þurfi og flokka þá hluti sem Minjavernd vilji halda í. Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að húsið verði tekið niður en heillegt efni sett í gáma og geymt þar til húsið verður endurbyggt á ný. Ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur þar sem foktjón geti orðið í millitíðinni. Húsið var byggt árið 1880 af Ottó Wathne, sem oft er kallaður faðir Seyðisfjarðar, en á sínum tíma var húsið notað undir síldarverkun, verslun og íbúð. Frá þeim tíma hefur það þjónað ýmsum hlutverkum, þar á meðal sem geymslu- og sýningarhúsnæði fyrir Tækniminjasafn Austurlands, sem var tæmt eftir skriðurnar árið 2020. Mikið tjón víða Rauð veðurviðvörun var í gildi á Austfjörðum á laugardag og appelsínugul viðvörun í gær en ljóst er að mikið tjón hafi þar orðið. Morgunblaðið hefur það eftir forstöðumanni hjá Sjóvá að ljóst sé að tjónið nemi tugum milljóna. Veðurofsinn var víða, þar á meðal á Norðurlandi eystra. Sjór gekk á land á Eyrinni á Akureyri með tilheyrandi tjóni og tré rifnuðu upp með rótum og rúður brotnuðu á Austurlandi. Þá komu björgunarsveitir erlendum ferðamönnum til bjargar í Möðrudalsöræfum. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir verkefnin á landinu öllu hafa verið yfir tvö hundruð talsins yfir helgina þar sem um 350 björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum.
Múlaþing Veður Menning Húsavernd Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42 „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42
„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35
Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35