Veður

Veður


Fréttamynd

Dregur úr vindi í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt á landinu í dag, tíu til átján metrum á sekúndu en hægari um tíma á Norðurlandi. Víða verða skúrir eða slydduél en skýjað með köflum suðvestantil en birtir til þar er líður á daginn.

Veður
Fréttamynd

Sátu eftir á Ali­cante eftir að fluginu var flýtt

Ís­lenskt par varð eftir á Ali­cante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flug­fé­laginu Play var flýtt um fimm klukku­stundir vegna ó­veðurs. Þau sakna þess að hafa fengið til­kynningu frá flug­fé­laginu. Flug­fé­lagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flug­miðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“

Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Glittir í sumarið um mánaða­mót

Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna storms sem mun ganga yfir landið á morgun. Áfram mun veðrinu fylgja snjór eða krapi, líkt og féll um helgina. Veðurfræðingur segir hér um að ræða framhald af vetrinum en glitta fari í sumarið um mánaðamót.

Veður
Fréttamynd

Hvessir og gert ráð fyrir stormi á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi og að það dragi úr úrkomu í dag. Það mun svo fara að rigna sunnan- og vestantil í kvöld og hvessir verulega á landinu þegar skilin fara hjá.

Veður
Fréttamynd

Veðrið meira og minna eins út mánuðinn

„Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Heitasti dagur ársins í dag

Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju kröpp og djúp lægð og gular við­varanir

Óvenju kröpp og djúp lægð miðað við árstíma siglir nú norðnorðaustur Grænlandshaf og Grænlandssund næsta sólarhring. Skil lægðarinnar valda allhvassri eða hvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu, en síðar skúrum er þau fara norðaustur yfir landið.

Veður
Fréttamynd

„Það er bara lægð á eftir lægð“

Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. 

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir á morgun

Gular viðvaranir verða í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun. Búist er við allt að tuttugu metrum á sekúndu og gætu vindhviður náð 25 metrum á sekúndu. 

Veður
Fréttamynd

Neyðarástand að skapast í Evrópu

Yfirvöld í Suður-Evrópu standa frammi fyrir miklum þurrkum í sumar en vatn skortir nú þegar á nokkrum svæðum og bændur óttast mikinn uppskerubrest. Takmörkuð úrkoma í nokkur ár og aukinn hiti hefur dregið verulega úr stöðu vatnsbóla og grunnvatns í sunnanverðri Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Á von á mörgum sólardögum í sumar

Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum.

Veður
Fréttamynd

Rok og rigning út vikuna

Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir og líkur á vetrarfærð

Veturinn virðist ekki ennþá vera búinn þrátt fyrir að tæpar tvær vikur séu liðnar af maí. Gular viðvaranir eru í gildi allan daginn á morgun á öllu Norðurlandi, hluta af Vestfjörðum, hluta Austurlands og á miðhálendinu. Þá er varað við líklegri vetrarfærð.

Innlent
Fréttamynd

Víða rigning en hiti að fimm­tán stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðlægri átt og að víða verði súld eða rigning í dag. Líkur eru á skúrum sunnantil seinnipartinn, en norðaustanlands rofar sums staðar til og sést þá til sólar. Áfram verður þó þokuloft úti við sjávarsíðuna.

Veður
Fréttamynd

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Nú er víðáttumikil lægð djúpt suðvestur af landinu og líkt og undanfarna daga þá beinir hún til okkar mildu og röku lofti. Reikna má með austan- og suðaustanátt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu með köflum.

Veður
Fréttamynd

Allt að fjórtán stiga hiti

Í dag er spáð austlægri átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Súld og rigning með köflum en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti verður víða á bilinu sjö til fjórtán stig. 

Veður