Jólaveðrið verður með ágætum Ágætlega horfir með veður nú um jólahátíðina. Vindur gengur smám saman niður á landinu í dag og þegar jólaklukkur boða hátíð í bæ ætti víðast hvar að vera komið prýðilegasta veður. Einna síst verður veðrið allra austast á landinu þar sem vindstrengur lónir við ströndina en er í rénun og ætti vindur að vera gengin niður þar í nótt. Innlent 24. desember 2006 10:43
Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Innlent 22. desember 2006 17:48
Þungfært á Öxnadalsheiði Ófært um Víkurskarð og Öxi og þungfært á Öxnadalsheiði. Á Norður og Norðausturlandi er víðast hvar stórhríð. Innlent 15. nóvember 2006 21:43
Slæmt færi víða um land Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu. Innlent 13. nóvember 2006 19:21
Áfram vonskuveður víða um land Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS. Innlent 13. nóvember 2006 18:30
Horfur á vonskuveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi í allan dag Veðurstofa NFS spáir áframhaldandi vonskuveðri á Vestfjörðum og á Norðurlandi í nær allan dag. "Það er mjög hvasst á þessum slóðum, í kringum 20 m/s, þó vindur sé heldur hægari sumstaðar inni á fjörðum. Einnig gengur á með snjókomu og éljum í allan dag og akstursskilyrði því afleit," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur. Innlent 13. nóvember 2006 09:59
Mikil ófærð á vegum Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Innlent 10. nóvember 2006 20:41
Ófærð á Öxnadalsheiði Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs. Innlent 10. nóvember 2006 20:06
Ekkert ferðaveður er á landinu í kvöld og í nótt Versnandi veður er á Vestfjörðum og með norðurströndinni með kvöldinu og má búast við að þar verði 18-23 m/s með snjókomu og skafrenningi í kvöld og nótt. Innlent 10. nóvember 2006 17:48
Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa. Innlent 9. nóvember 2006 23:26
Björgunarsveitir í viðbragsstöðu Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina. Innlent 9. nóvember 2006 22:08
Fólk beðið að tryggja lausahluti Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra. Innlent 9. nóvember 2006 21:21
Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt. Innlent 9. nóvember 2006 18:16
Vegir opna á ný Lögreglan á Egilsstöðum hefur opnað alla vegi, sem voru lokaðir fyrr í dag, á ný. Veður hefur gengið niður en er þó enn það slæmt að ekki er mælt með að fólk sé á ferli að óþörfu. Innlent 5. nóvember 2006 20:09
Flogið á milli Reykjavíkur og Akureyrar í kvöld Innanlandsflug er hafið á ný. Aðeins er þó um að ræða flug á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Innlent 5. nóvember 2006 19:52
Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum. Innlent 5. nóvember 2006 17:31
Veður á Austurlandi versnar enn Lögreglan á Egilsstöðum skýrði frá því í dag að vegurinn á Möðrudalsöræfum væri lokaður vegna veðurs, sem og leiðin frá Egilsstöðum til Mývatns. Veginum á Sandvíkurheiði, sem liggur milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, hefur einnig verið lokað. Innlent 5. nóvember 2006 13:25
Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga minna skipið af strandstað á ellefta tímanum. Innlent 5. nóvember 2006 11:32
Veðurfréttir: Athuga á með millilandaflug á hádegi Ekkert hefur verði flogið á Keflavíkurflugvöll í morgun vegna veðurhamsins og var öllum vélum vísað til Glasgow þar sem þær bíða að veður skáni. Slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár, að öllum flugvélum hafi verið beint framhjá landinu. Innanlandsflug liggur allt niðri sem stendur en áætlað er að athuga með flug til og frá Reykjavík klukkan tvö í dag. Innlent 5. nóvember 2006 10:21
Búist við ofsaveðri í nótt og á morgun Afar slæmar veðurhorfur eru fyrir komandi nótt og framan af degi á morgun. Um er að ræða mjög djúpa og krappa lægð sem verður um 960 mbör (hPa) þegar hún gengur yfir Vestfirði í nótt. Innlent 4. nóvember 2006 14:11
Hæg vestlæg átt á landinu öllu í dag Það verður fremur hæg vestlæg átt á landinu öllu í dag, eitthvað sést til sólar víðast hvar á landinu og um að gera að fara að njóta sólskinsins núna því helgin verður líkast til vætusöm. Í dag verður hitinn á bilinu þrjú til níu stig en það stefnir allt í tveggja stafa hitatölur um helgina. Innlent 26. apríl 2006 08:52
Hiti yfir meðallagi fimmta mánuðinn í röð Meðalhiti í Reykjavík í mars mánuði var tæplega eitt stig, sem er tæpu hálfu stigi yfir meðallagi, samkvæmt samantekt Veðurstofunnar og var mars fimmti mánuðurinn í röð, sem hitinn var yfir meðallagi. Óvenju skörp veðraskil voru í mánuðinum, þar skiptust á kuldakaflar og óvenju hlýr hlákukafli, Í heild var mánuðurinn þurrviðrasamur. Innlent 5. apríl 2006 08:30
Ófært á Norðurlandi Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. Innlent 27. mars 2006 09:47
Mikil ófærð víða um land Ekkert flug hefur verið frá Reykjavík til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna óveðurs á þeim stöðum, en veðurskilyrði verða könnuð nánar nú á tólfta tímanum. Skólahaldi hefur verið aflýst í nokkrum skólum á Norðvesturlandi vegna ófæðrar og óveðurs og helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir vegna snjóa. Innlent 16. febrúar 2006 10:50
Víða ófært Óveður er á Hellisheiði og á Kjalarnesi en sjólaust. Svipaða sögu er að segja af Vesturlandi en á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls, Eyrarfjall og Steingrímsfjarðarheiði. Stórhríð er á Norðvesturlandi og ekkert ferðaveður, ófært á milli Blönduóss og Skagastrandar, á þverárfjalli og á milli Hofsóss og Siglufjarðar. Hálka er víða á Austurlandi , þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði og ófært um Öxi. Innlent 16. febrúar 2006 09:15
Steingrímsfjarðarheiði ófær Ófært er um Klettsháls, Eyrarfjall og á Steingrímsfjarðarheiði einnig er óveður í Langadal og ófært um Lágheiði. Hálka er víða á Austurlandi og þæfingur á Öxi. Óveður og ekkert ferðaveður er á leiðinni milli Djúpavogs og Víkur í Mýrdal og víða er hálka og éljagangur á Norðausturlandi. Innlent 15. febrúar 2006 20:14
Flughálka á Kjósarskarði, í Barðastrandarsýslu og á Mjóafjarðarheiði Vegagerðin varar við hálku á nokkrum stöðum á landinu. Flughálka er á Kjósarskarði, í Barðastrandarsýslu frá Brjánslæk að Bjarkarlundi og á Mjóafjarðarheiði. Að öðru leyti er þokkaleg vetrarfærð um allt land segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Innlent 24. janúar 2006 15:53
Stormviðvörun á Norðausturlandi fram á kvöld Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til. Innlent 17. janúar 2006 18:33
Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi og mikil hálka er víða á suðurlandi. Innlent 15. janúar 2006 12:11
Hlýindatímabili lokið í bili Hlýindatímabilið er búið í bili og hitatölur eru aftur farnar að nálgast meðallag. Hiti var yfir meðallagi á Íslandi 31 mánuð í röð og árið 2003 var eitt hlýjasta ár sem mælst hefur hér á landi síðan um 1940. Innlent 15. nóvember 2005 13:27
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent