Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Mozart við kertaljós

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og voru fyrstu tónleikarnir í gærkvöldi. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í sextán ár en hann skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gestum, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara og Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts „bassetthornið”.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós stendur upp úr

Tilnefningarnar til Íslensku tónlistarverðlaunana (Ístón) voru tilkynntar í gær. Sigur Rós fær langflestar tilnefningar, alls sex, en Emilíana Torrini næstflestar, þrjár samtals. Páll Óskar var ótvíræður sigurvegari síðustu verðlauna og er nú tilnefndur sem „rödd ársins“. Einnig á lag hans og Togga „Þú komst við hjartað í mér“ möguleika á að sigra í flokknum „lag ársins“.

Tónlist
Fréttamynd

Með tónlistargen föður síns

Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur troðið upp með sonum sínum tveimur að undanförnu og er afar ánægður með félagsskapinn. „Ég var farinn að örvænta og hélt að börnin mín væru ekki með tónlistargenið,“ segir Herbert Guðmundsson um syni sína Svan og Guðmund sem hafa spilað með honum að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Prefab Sprout gefa út

Gamlir aðdáendur poppgrúppunnar Prefab Sprout geta nú huggað sig við að þeir bræður Paddy McAloon og Martin hafa hreiðrað um sig í hljóðveri á ný og ætla að gefa út nýjan disk í febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Með upptökustjóra Strokes

Skagasveitin Weapons hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist A Ditch in Time, þar sem fyrrverandi upptökustjóri The Strokes kemur við sögu. Strákarnir tóku plötuna upp sjálfir á síðasta ári en um hljóðblöndun sá Gordon Raphael, sem tók upp fyrstu tvær plötur The Strokes og fyrstu plötu Reginu Spektor.

Tónlist
Fréttamynd

Tvíleikur á nýjum diskum

Þessa dagana er mikill viðgangur í útgáfu tónlistar og það eru ekki bara kórarnir, heldur líka bílskúrsböndin, einyrkjar og tvíeykin. Margir hafa lítil efni til að standa fyrir veigamiklum auglýsingum enda upplögin oft lítil. Í diskaflóðinu þessa dagana eru meðal annars þrír nýir diskar með tvíleik sem lágt fara.

Tónlist
Fréttamynd

Andrúmsloftið skiptir máli

Mosfellingurinn Ólafur Arnalds heldur tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. Hann er nýkominn úr hálfs­árs tónleikaferðalagi um heiminn þar sem hann fylgdi eftir sinni fyrstu plötu, Eulogy for Evolution. Platan, sem hefur fengið mjög góða dóma, hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum og hefur Ólafur fyllt tónleikahallir í yfir tuttugu löndum, þar á meðal Barbican Hall í London.

Tónlist
Fréttamynd

Jólagrautur Gogoyoko

Íslenska sprotafyrirtækið Gogoyoko er eins árs um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Fyrirtækið verður opnað formlega snemma á næsta ári og verður svokallað tónlistarsamfélag á netinu þar sem tónlistarmenn geta komið tónlist sinni milliliðalaust á framfæri á alþjóðlegum markaði. Síðan fór nýverið í loftið í lokuðu prufunar-umhverfi og hefur hópi listamanna verið boðinn aðgangur.

Tónlist
Fréttamynd

Andkristni og krabbamein

Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull,“ segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum.“

Tónlist
Fréttamynd

Blikandi stjörnur fögnuðu

„Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu.

Tónlist
Fréttamynd

Í hópi bestu nýliða á iTunes

Tónlistarkonan Lay Low er á lista iTunes í Bandaríkjunum yfir tíu bestu nýliðana í flokki þjóðlagatónlistar. Þetta kemur fram á heimasíðu þessarar vinsælustu tónlistarveitu heims, þar sem fólk er jafnframt hvatt til að kaupa hennar nýjustu plötu, Farewell Good Night"s Sleep.

Tónlist
Fréttamynd

Bölvun á plötu Bob Justman

„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu,“ segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól.

Tónlist
Fréttamynd

Hnotubrjótssvíta og Diddú

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína á morgun kl. 20.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tvö verkefni eru á dagskrá. Annars vegar flytur Stórsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí í þekktri útsetningu Duke Ellington og Billy Strayhorn frá árinu 1960. Hins vegar kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - fram sem einsöngvari með sveitinni í fyrsta sinn og syngur nýjar jólaútsetningar eftir tvo hljómsveitarmeðlimi, Stefán S. Stefánsson og Kjartan Valdemarsson.

Tónlist
Fréttamynd

Vekja athygli vestra

Lagið Really Wild af nýjustu plötu JJ Soul Band, Bright Lights, var á dögunum tilnefnt til Hollywood Music-verðlaunanna. Lagið náði þó ekki að bera sigur úr býtum þegar verðlaunin voru afhent í síðasta mánuði. Áður hafði lagið Getting Colder By the Year af sömu plötu hlotið tilnefningu til Los Angeles Music-verðlaunanna fyrir ári síðan. Lagið That Kinda Man með JJ Soul Band komst jafnframt í úrslit í 100% Music Songwriting-keppninni fyrr á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Friðelskendur á Iceasave-túr

Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna.

Tónlist
Fréttamynd

Áramótastuð í þriðja sinn

DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda sitt árlega 90s-partí á skemmtistaðnum Nasa á gamlárskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem þau halda partíið og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. Nú seinast varð allt brjálað í haust þegar Haddaway spilaði á 90s-kvöldi á Nasa við góðar undirtektir og má því búast við miklu stuði um áramótin.

Tónlist
Fréttamynd

U2-plata í febrúar

No Line on the Horizon, tólfta hljóðversplata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir.

Tónlist
Fréttamynd

Hættir hjá Parlophone

Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records.

Tónlist
Fréttamynd

Bang Gang með tónleika

Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa út Stjána saxófón

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda.

Tónlist
Fréttamynd

Endurkoma ekki líkleg

Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlimir Guns N"Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur.

Tónlist
Fréttamynd

Grín, glens og fallegur söngur

Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið.

Tónlist
Fréttamynd

Pikknikk spilar í Fríkirkjunni

Dúettinn Pikknikk, sem er skipaður parinu Þorsteini Einarsyni úr Hjálmum og Sigríði Eyþórsdóttur, hefur gefið út plötuna Galdur. Útgáfu­fyrirtækið Kimi Records dreifir plötunni sem hefur að geyma túlkun þeirra á blússkotinni þjóðlagatónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós til aðstoðar

Hljómsveitin Sigur Rós hefur stutt við bakið á góðgerðasjóði sem nefnist The Eye Fund. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldu Bretans Simon Sherry sem lést úr augnsjúkdómi.

Tónlist