Sykur til Wall of Sound Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 „Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina." Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf," segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við breska útgáfuna Wall of Sound. Það var stofnandi og eigandi plötuútgáfunnar, Mark Jones, sem hreifst af Sykri þegar hljómsveitin spilaði á Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í vor. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir og nú er komið í ljós að seinni plata Sykurs, Mesópótamía, verður gefin út og dreift í Evrópu á vegum Wall of Sound. „Þetta hefur verið í bígerð í smá tíma og er bara mikil snilld í alla staði. Við erum öll mjög spennt en reynum að vera ekki með of mikla meikdrauma strax. Maður er víst ekki orðinn frægur fyrr en maður er kominn með aðdáendur í löndum sem maður vissi ekki að væru til." Ásamt Halldóri skipa þau Stefán Finnbogason, Kristján Eldjárn og söngkonan Agnes Björt Andradóttir hljómsveitina, sem verður í góðum félagsskap hjá Wall of Sound. Á mála þar eru til að mynda dæmis goðsögnin Grace Jones, norska rafsveitin Röyksopp og Human League. Spurður um hvort sveitin græði peninga á að skrifa undir samning við svona stórt plötufyrirtæki stendur ekki á svörum hjá Halldóri. „Jú, það eru víst einhverjir peningar í þessu hjá þeim en mér skilst að við fáum bara borgað í Rolex-úrum til byrja með." Eins og hjá mörgum íslenskum hljómsveitum er brjálað að gera hjá Sykri næstu daga vegna Iceland Airwaves. Sveitin kemur fram fimm sinnum yfir hátíðina og riðu á vaðið í gærkvöldi í Hörpu. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum á Airwaves. Fyrst var það árið 2008 en þá vorum við bara tveir í sveitinni. Það svaf maður á dansgólfinu á meðan við spiluðum og okkur var næstum hent út fyrir að vera undir aldri. Það var ansi eftirminnileg frumraun, en ég á ekki von á að nokkur sofni á tónleikum okkar um helgina."
Tónlist Tengdar fréttir Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. 11. október 2012 00:01