Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Spila á Aldrei fór ég suður

Jónas Sigurðsson, Borko, Futuregrapher, Duro, Langi Seli og Skuggarnir, Oyama, Prinspóló og Ylfa hafa verið staðfest á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður. Þetta er þriðjungur þeirra listamanna sem spila á hátíðinni og verður tilkynnt um hina síðar.

Tónlist
Fréttamynd

Útgáfutónleikar á LUV-deginum

"Það hittist þannig á að í dag er LUV-dagurinn, sem er til minningar um frænda minn Hermann Fannar Valgarðsson, eða Heimma feita eins og hann var kallaður. Ég lofa því að það verður mikil ást og friður í loftinu á tónleikunum í kvöld," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór, sem heldur útgáfutónleika sína á skemmtistaðnum Faktorý í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Frábær Sónar-hátíð

Það myndaðist góð stemning í Hörpu á Sónar-hátíðinni. Fólk flæddi á milli tónleikasviðanna fjögurra og allir virtust sáttir, enda var mikið af gæðatónlist í boði.

Tónlist
Fréttamynd

Ásgeir Trausti sigurvegari kvöldsins

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. Ásgeir Trausti var valinn vinsælasti flytjandinn, platan hans, Dýrð í dauðaþögn var valin hljómplata ársins í popp og rokk flokki og Ásgeir var líka valinn bjartasta vonin í sama flokki. Ekki nóg með það heldur verðlaunaði vefurinn tónlist.is Ásgeir fyrir góðan árangur við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta var alveg stórkostlegt“

Sónar tónlistarhátíðinni lauk með glæsibrag í Hörpu í gærkvöldi. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu hátíðina en á meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Mugison, Ásgeir Trausti, James Blake og Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Krakkarnir í Oyama leggja land undir fót

Hljómsveitin Oyama, sem gaf nýlega út EP-plötuna I Wanna, leggur nú land undir fót í fyrsta sinn. Tilefnið er bransahátíðin by:larm í Ósló sem og nokkrir tónleikar í London, þar á meðal á svokölluðu Club NME-kvöldi á hinum virta tónleikastað Koko. Fyrri tónleikarnir í Ósló voru í gær en þeir síðari verða í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Einn af meisturunum

Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Allir sungu með í Póllandi

Hljómsveitin Bloodgroup sendi frá sér sína þriðju plötu nú í vikunni, Tracing Echoes. Janus Rasmussen og Sunna Þórisdóttir söngvarar sveitarinnar segja Evróputúr á döfinni í apríl.

Tónlist
Fréttamynd

Hörpu verður breytt í stærsta klúbb Íslands

Nú stendur til að breyta Hörpunni í stærsta klúbb landsins og jafnvel í Evrópu. Sónar hátíðin er handan við hornið 15.-16.febrúar. Mikið er lagt upp úr sjónrænum og hljóðrænum hughrifum á hátíðinni. Allir helstu tónlistarmenn heimsins keppast um að koma fram á hátíðinni. Það þykir mikil viðurkenning fyrir tónlistarmenn að koma fram á Sónar en hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír í Barcelona, Sao Paolo, Tokyo og nú loksins í Reykjavík. Vinsældir danshljómsveitarinnar Sísý Ey hafa farið ört vaxandi og bráðlega er von á plötu með hljómsveitinni. Sísý Ey skipa þrjár systur sem eru dætur Ellenar Kristjáns þannig að þær eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Sísý Ey koma fram á Sónar Reykjavík. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Frosta Logason viðtal við hljómsveitina.

Tónlist