Kenna raftónlistarsköpun fyrir norðan 7. febrúar 2014 08:30 Guðni í Hljóðheimum Vísir/GVA Í lok mánaðarins, 22. og 23, febrúar, munu Hljóðheimar standa fyrir tveggja daga raftónlistarnámskeiði á Akureyri þar sem farið verður yfir helstu undirstöðuatriði í pródúseringu á elektrónískri tónlist. Þátttakendur fræðast meðal annars um tónlistarsköpun, vinnuflæði, upptökuaðferðir, hljóðblöndun, uppsetningu laga og lifandi flutning. „Okkur fannst tími til kominn að setja upp ítarlegt raftónlistarnámskeið fyrir norðan. Við vitum fyrir víst að það er mikill áhugi á Akureyri fyrir raftónlist og mikið að efnilegum ungum pródúserum,“ segir Guðni Einarsson, betur þekktur sem Guðni í Hljóðheimum, einn aðstandenda námskeiðsins. „Við munum fara yfir atriði eins og vinnuflæði og tækni þegar kemur að pródúseringu, lagasmíðum og lifandi flutningi á elektrónískri tónlist,“ útskýrir Guðni. „Svo verðum við með alls kyns tæki og tól fyrir þátttakendur að prufa og leika sér með svo sem trommuheila, synthesizera og MIDI-stjórnborð. Allir geta skráð sig á námskeiðið og er ekkert aldurstakmark. Það eina sem menn þurfa hafa er brennandi áhugi á tónlist og vilji til þess að búa til tónlist,“ segir Guðni. Guðni stendur einnig fyrir vikulegum þáttum á Vísi, Á bak við borðin. Þar heimsækir Guðni, ásamt plötusnúðnum Intro Beats, tónlistarmenn í stúdíóin sín og grennslast fyrir um vinnuferli þeirra. Síðast heimsóttu þeir félagar tónlistarmanninn Oculus. Hljóðheimar Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í lok mánaðarins, 22. og 23, febrúar, munu Hljóðheimar standa fyrir tveggja daga raftónlistarnámskeiði á Akureyri þar sem farið verður yfir helstu undirstöðuatriði í pródúseringu á elektrónískri tónlist. Þátttakendur fræðast meðal annars um tónlistarsköpun, vinnuflæði, upptökuaðferðir, hljóðblöndun, uppsetningu laga og lifandi flutning. „Okkur fannst tími til kominn að setja upp ítarlegt raftónlistarnámskeið fyrir norðan. Við vitum fyrir víst að það er mikill áhugi á Akureyri fyrir raftónlist og mikið að efnilegum ungum pródúserum,“ segir Guðni Einarsson, betur þekktur sem Guðni í Hljóðheimum, einn aðstandenda námskeiðsins. „Við munum fara yfir atriði eins og vinnuflæði og tækni þegar kemur að pródúseringu, lagasmíðum og lifandi flutningi á elektrónískri tónlist,“ útskýrir Guðni. „Svo verðum við með alls kyns tæki og tól fyrir þátttakendur að prufa og leika sér með svo sem trommuheila, synthesizera og MIDI-stjórnborð. Allir geta skráð sig á námskeiðið og er ekkert aldurstakmark. Það eina sem menn þurfa hafa er brennandi áhugi á tónlist og vilji til þess að búa til tónlist,“ segir Guðni. Guðni stendur einnig fyrir vikulegum þáttum á Vísi, Á bak við borðin. Þar heimsækir Guðni, ásamt plötusnúðnum Intro Beats, tónlistarmenn í stúdíóin sín og grennslast fyrir um vinnuferli þeirra. Síðast heimsóttu þeir félagar tónlistarmanninn Oculus.
Hljóðheimar Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira