Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Heppinn að fá að vinna með hetjunum mínum“

Munnhörpu- og fetilgítarleikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið einn mest áberandi session-spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann í lögum með Kaleo, Bríeti, Eyþóri Inga, LayLow, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalúti. 

Albumm
Fréttamynd

Red Riot senda frá sér dansvænan sumarsmell

RED RIOT sendu frá sér sumarlegt danslag í dag af væntanlegri plötu. Hljómsveitin RED RIOT er skipuð þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekktum sem Hildur og Cell7.

Tónlist
Fréttamynd

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Erlent
Fréttamynd

Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar

Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun.

Menning
Fréttamynd

Hössi úr Quarashi með nýtt band

So Long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni. Frank er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Ske og Höskuldur var í Quarashi.

Albumm
Fréttamynd

Ekkert lát á vinsældum Måneskin

Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.

Tónlist
Fréttamynd

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar

Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Menning
Fréttamynd

Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka. 

Tónlist
Fréttamynd

Stuð­­menn halda stuðinu uppi á Bræðslunni

Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra.

Tónlist
Fréttamynd

Veitan og Hansa gefa út nýtt lag

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, var að gefa út lag með hljómlistahópnum Veitunni. Laginu Það sem gera þarf fyrir líka skemmtilegt myndband þar sem koma fyrir mörg kunnuleg andlit.

Tónlist