Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Flíkur innblásnar af gosinu

„Þetta er allt í vinnslu núna en vonandi verða flíkurnar komnar í verslanir eftir rúman mánuð. Þetta var upprunalega hugmynd hönnuðarins Hörpu Einarsdóttur, sem hefur verið að hanna fyrir okkur upp á síðkastið. Hún

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Glæsileg tískuhelgi að baki

Um helgina var haldin fyrsta raunverulega „tískuvikan“ í Reykjavík en hún átti sér stað á hátíðinni Reykjavík Fashion Festival sem var haldin í tengslum við Hönnunarmars. Á föstudags- og laugardagskvöld sýndu tuttugu og tveir íslenskir fatahönnuðir hönnun sína í gömlu kaffiverksmiðju Ó. Johnson & Kaaber við Sætún þar sem færri komust að en vildu. Sýningarnar þóttu heppnast mjög vel í þessari glæsilegu umgjörð og nokkur fjöldi erlendra blaðamanna og tískumógula voru á svæðinu til að fylgjast með nýjustu straumunum í hinum vaxandi íslenska tískuheimi. Ljósmyndari Fréttablaðsins mætti á RFF á föstudagskvöldið og myndaði þessa smekklegu gesti. - amb

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnunarmars í Hafnarhúsinu

Opnunarhátíð Hönnunarmars 2010 var haldin í Hafnarhúsinu á fimmtudag og var fjöldi góðra gesta viðstaddur. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fjöldi áhugaverðra viðburða er í boði á hátíðinni og ættu allir þeir sem hafa áhuga á hönnun og arkitektúr að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hátíðinni lýkur á morgun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Beðið eftir Björk

Fyrirsætur, rokkstjörnur og áhrifafólk á borð við Michelle Obama hafa lýst yfir mikilli sorg vegna fráfalls hönnuðarins Alexanders McQueen.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kisan vekur athygli í New York

Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dönsk hönnun og stíliseruð íþróttaföt

Danska tískumerkið Wood Wood sýndi sumarlínu sína fyrir árið 2008 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn ásamt íþróttamerkinu Adidas sem einnig kynnti nýjustu línu sína. Hönnuðir Wood Wood hafa áður unnið með Adidas og hönnuðu eitt sinn strigaskó undir merkinu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þjóðlegir skór eftir íslenska hönnuði

Fyrir helgi kom ný sending af hinum svokölluðu Cruser-skóm í verslanir Skór.is og skóbúðina Far á Laugavegi. Mynstrin á þeim hafa vakið mikla athygli enda eru þau mörg hver afar þjóðleg og búin til af íslenskum hönnuðum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ungur og hæfileikaríkur hönnuður

Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Versaces minnst í Mílanó

Fatahönnuðarins fræga, Gianni Versaces, var minnst í Mílanó á sunnudag, en þá voru liðin tíu ár frá því að Versace var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Miami. Vinir og aðdáendur Giannis flykktust í óperuhúsið La Scala til að horfa á ballett til heiðurs hönnuðinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sportlegur glæsifatnaður

Belgíski hönnuðurinn Dries Van Noten er snillingur í að blanda formlegum og fínum stíl við hinn hversdagslega. Í sumarlínu sinni fyrir 2007 kynnti hann eins konar sportklæðnað sem var þó ekki ætlaður til íþróttaiðkunar heldur var um að ræða íþróttafatnað úr einstaklega fínum og gerðarlegum efnum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hátíska í regnvotri París

Hátískuvikunni í París er nýlokið og meðal þeirra sem sýndu var að sjálfsögðu Karl Lagerfeld fyrir Chanel. Hann kallaði línuna High Profile og lagði áherslu á að flíkurnar væru sem glæsilegastar séðar á hlið. "Allt er flatt að framan, það snýst allt um prófílinn.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Áhrif frá Jackson

Gareth Pugh hefur vakið mikla athygli fyrir íburðarmiklar flíkur og brjálaðar tískusýningar. Hann vakti strax athygli þegar hann útskrifaðist frá Central Saint Martins en hann segir það mjög erfitt að komast áfram í tískubransanum. "Ég held að fólk kalli útskriftarsýningar "lokasýningar“ vegna þess að það er síðasta sýning sem nemandinn mun gera!“ sagði hann í gríni og átti við hversu erfitt er að gera þá næstu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Spennandi hönnun í Sautján

Moss nefnist nýtt merki sem verður fáanlegt í Gallerí 17 í Kringlunni. Um er að ræða íslenskt hönnunarteymi sem samanstendur af fólki sem hefur unnið saman í verslunum 17.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kjólarnir á Óskarnum

Það var mikið um dýrðir í gærkvöld þegar Óskarsverðlaunin voru afhent. Eins og alltaf skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta og voru kjólarnir hver öðrum glæsilegri þó aðrir minna glæsilegir leyndust inn á milli. Þeir litir sem voru áberandi á rauða dreglinum voru ljósir náttúrulegir litir og oft málmlitaðir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Smáralind og Hallgrímskirkja reffileg reðurtákn

Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðþekktir á tískupallinum

Það voru þjóðþekktir einstaklingar sem létu ljós sitt skína á tískupallinum í gærkvöldi á góðgerðakvöldi Debenhams. Ágóði kvöldsins rann til styrktar Krabbameinsfélags Íslands og söfnuðust 2,6 milljónir króna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Herratískan heillar

"Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri,“ segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gengur aldrei í bleiku

Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Bermúda, getur ekki gert upp á milli uppáhaldseyrnalokkanna sinna og uppáhaldsúlpunnar, sem eru hvort tveggja algjörlega ómissandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eins og saumaður utan um mig

María Sigrún Hilmarsdóttir sjónvarpsfréttakona er dálítið fatafrík og í fataskápnum hennar er að finna ýmislegt sniðugt þó að einn kjóll standi upp úr.</font /></b />

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kvartbuxur það heitasta í sumar

Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildar"lúkkið".

Tíska og hönnun