Blogga um hugmyndir og hönnun 15. desember 2011 16:15 hugmyndaríkar Systurnar Björg og Anna Kristrún Gunnarsætur deila einskærum áhuga sínum á hönnun með lesendum bloggsins overonecoffee.com. Fréttablaðið/hag Systurnar Anna Kristrún og Björg Gunnarsdætur halda úti blogginu Overonecoffee.com en þar er að finna fallega hönnun og sniðugar lausnir í hversdeginum. Bloggið er mjög vinsælt og fær um þrjú þúsund flettingar daglega. „Nafnið kom til vegna þess að bloggið er eitthvað sem maður dundar sér við að skoða yfir einum kaffibolla,“ segir Anna Kristrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri sem heldur úti blogginu Overonecoffee.com ásamt systur sinni Björgu Gunnarsdóttur, margmiðlunarhönnuði. Systurnar byrjuðu með bloggið í haust en það er vinsælt og á einum mánuði eru flettingar um 26 þúsund. Bloggið er því farið að taka meiri tíma en þær bjuggust við og ýmsar hugmyndir komnar upp um framhaldið. En af hverju byrjuðu þær að blogga? „Við vorum báðar komnar með stútfullar möppur af myndum með fallegri hönnun og lausnum af internetinu sem við vissum ekki hvað við ættum að gera við. Björk er margmiðlunarhönnuður og gerði þessa síðu fyrir okkur en við deilum einskærum áhuga á hönnun, föndri og lausnum. Það má því segja að við höfum stofnað bloggið til að halda hugmyndum til haga og beina fólki inn á falleg blogg sem við sjálfar lesum,“ segir Anna en hún er í fæðingarorlofi með sitt þriðja barn og staðfestir að hún ráðist yfirleitt í framkvæmdir á borð við bloggið þegar hún er í orlofi. Systurnar blogga á ensku til að ná til fleiri lesenda en á blogginu má meðal annars finna fönduruppskriftir, hönnun fyrir börn og tísku en Björg er að klára sveinspróf í kjólasaum og stefnir á áframhaldandi nám í fatahönnun. Systurnar ákváðu að hafa samband við íslenska hönnuði í desember og hafa eins konar happdrætti á blogginu á íslenskri hönnun og handverki. „Fyrst ætluðum við að hafa þetta svona aðventugjöf og höfðum samband við nokkra hönnuði,“ segir Anna en eftirspurnin var mikil og aðventudagatalið er orðið jóladagatal þar sem einn heppinn lesandi fær gjöf á hverjum degi. „Þetta hefur lagst vel í lesendur enda gaman að fá eitthvað fallegt. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum varðandi það að gera meira úr blogginu en það verður bara að koma í ljós.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Systurnar Anna Kristrún og Björg Gunnarsdætur halda úti blogginu Overonecoffee.com en þar er að finna fallega hönnun og sniðugar lausnir í hversdeginum. Bloggið er mjög vinsælt og fær um þrjú þúsund flettingar daglega. „Nafnið kom til vegna þess að bloggið er eitthvað sem maður dundar sér við að skoða yfir einum kaffibolla,“ segir Anna Kristrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri sem heldur úti blogginu Overonecoffee.com ásamt systur sinni Björgu Gunnarsdóttur, margmiðlunarhönnuði. Systurnar byrjuðu með bloggið í haust en það er vinsælt og á einum mánuði eru flettingar um 26 þúsund. Bloggið er því farið að taka meiri tíma en þær bjuggust við og ýmsar hugmyndir komnar upp um framhaldið. En af hverju byrjuðu þær að blogga? „Við vorum báðar komnar með stútfullar möppur af myndum með fallegri hönnun og lausnum af internetinu sem við vissum ekki hvað við ættum að gera við. Björk er margmiðlunarhönnuður og gerði þessa síðu fyrir okkur en við deilum einskærum áhuga á hönnun, föndri og lausnum. Það má því segja að við höfum stofnað bloggið til að halda hugmyndum til haga og beina fólki inn á falleg blogg sem við sjálfar lesum,“ segir Anna en hún er í fæðingarorlofi með sitt þriðja barn og staðfestir að hún ráðist yfirleitt í framkvæmdir á borð við bloggið þegar hún er í orlofi. Systurnar blogga á ensku til að ná til fleiri lesenda en á blogginu má meðal annars finna fönduruppskriftir, hönnun fyrir börn og tísku en Björg er að klára sveinspróf í kjólasaum og stefnir á áframhaldandi nám í fatahönnun. Systurnar ákváðu að hafa samband við íslenska hönnuði í desember og hafa eins konar happdrætti á blogginu á íslenskri hönnun og handverki. „Fyrst ætluðum við að hafa þetta svona aðventugjöf og höfðum samband við nokkra hönnuði,“ segir Anna en eftirspurnin var mikil og aðventudagatalið er orðið jóladagatal þar sem einn heppinn lesandi fær gjöf á hverjum degi. „Þetta hefur lagst vel í lesendur enda gaman að fá eitthvað fallegt. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum varðandi það að gera meira úr blogginu en það verður bara að koma í ljós.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira