Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Fékk að mæta að­eins seinna í vinnu eftir Ís­lands­meistara fögnuð

    „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfu­bolta­vellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrir­liði Hauka sem varð í gær Ís­lands­meistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukku­stundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mætum ótta­laus“

    Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

    Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við ætluðum bara ekki að tapa“

    Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mikil­vægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með fé­laginu“

    KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar

    Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur

    Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Krista Gló: Ætluðum að vinna

    Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn

    Diamond Battles var ein af mörgum sem setti þung lóð á vogaskálarnar til að tryggja Haukum sigur á Njarðvíkingum í leik nr. 2 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 72-90 en varnarleikur gestanna var magnaður í seinni hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“

    Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

    Körfubolti