„Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Grískir bræður munu spila saman í Tindastólsbúningnum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og það var ekki að sjá annað á frammistöðu Giannis Agravanis í síðasta leik að hann væri kátur með að vera að fá stóra bróðir í liðið. Körfubolti 1.2.2025 12:28
„Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var hvorki sáttur við spilamennsku leikmanna né störf dómaranna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir KR í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 31.1.2025 22:21
Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga KR vann dýrmætan fjögurra stigur, 97-93, þegar liðið tók á móti Keflavík í 16. umferð Bónus deildar karla. Keflvíkingar lentu mest sautján stigum undir en tókst að jafna í fjórða leikhluta, KR bar þó af þegar allt kom til alls. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik en KR hefur nú safnað sextán stigum. Körfubolti 31.1.2025 18:46
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Stjarnan fór með afar sannfærandi sigur af hólmi þegar liðið sótti Grindavík heim í Smárann í Kópavogi í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 87-108 toppliði deildarinnar, Stjörnunni í vil. Körfubolti 30. janúar 2025 21:08
Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Það voru tvö lið á skriði sem mættust í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Njarðvíkingar með fjóra sigra í röð og Valsmenn með tvo. Eitthvað þurfti undan að láta og nú hafa Valsmenn unnið þrjá leiki í röð. Körfubolti 30. janúar 2025 18:31
Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg ÍR tók á móti Álftanes í Skógarseli í Bónus-deild karla fyrr í kvöld. Þetta var hörkuleikur sem hefði getað farið á báða bóga en á endanum vann Álftanes 75-94 eftir að þeir stækkuðu forskotið töluvert á lokamínútum leiksins. Körfubolti 30. janúar 2025 18:31
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Tindastóll er áfram tveimur stigum á eftir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknatteik eftir leiki kvöldsins. Tindastóll vann nokkuð þægilegan sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld með fínum leik í seinni hálfleik. Staða Hattar í fallbarátunni er farinn að verða svört. Körfubolti 30. janúar 2025 18:31
GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ „Þetta verður bara geggjaður leikur,“ segir Pavel Ermolinskij en þeir Helgi Már Magnússon rýndu í leik Vals og Njarðvíkur sem verður GAZ-leikur kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 30. janúar 2025 14:20
Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. Körfubolti 30. janúar 2025 12:01
Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ „Þetta er byrjað að hitna, og ég held að þetta verði heitara,“ segir Pavel Ermolinskij um félagaskiptamarkaðinn í íslenska körfuboltanum, í nýjasta þætti GAZins. Körfubolti 30. janúar 2025 10:01
Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Grindvíkingar hafa blásið í herlúðra í Bónus deildinni í körfubolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leikmanna. Einn þeirra er fyrrverandi NBA leikmaður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafsson, segir pirring hafa gert vart um sig í leikmannahópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur. Körfubolti 30. janúar 2025 09:31
26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti. Körfubolti 29. janúar 2025 12:32
Stjarnan hreppti sjóaðan og sigursælan Slóvena Besta lið Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur, Stjarnan, hefur bætt við sig þrautreyndum fyrrverandi landsliðsmanni Slóveníu nú þegar örfáir dagar eru í að félagaskiptaglugginn á Íslandi lokist. Körfubolti 28. janúar 2025 22:53
NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu. Körfubolti 28. janúar 2025 10:00
Koma báðir heim og spila með Grindavík í Bónus deildinni Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk á síðustu dögum en tveir af efnilegustu leikmönnum félagsins undanfarin ár hafa ákveðið að snúa aftur heim. Körfubolti 28. janúar 2025 09:15
„Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Álftanes vann langþráðan sigur í Bónus-deildinni þegar liðið lagði KR í síðustu umferð. Í Bónus Körfuboltakvöldi var rætt um breyttar áherslur í sóknarleik Álftnesinga. Körfubolti 27. janúar 2025 21:32
Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir. Körfubolti 26. janúar 2025 10:11
KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Körfubolti 25. janúar 2025 10:35
Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok. Körfubolti 24. janúar 2025 21:00
Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum. Körfubolti 24. janúar 2025 21:00
„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. Körfubolti 23. janúar 2025 22:41
„Erum í þessu til þess að vinna“ Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. Körfubolti 23. janúar 2025 22:11
Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig. Körfubolti 23. janúar 2025 21:00
Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Tindastóll var ekki í teljandi vandræðum með Grindavík þegar liðin mættust á Króknum í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 23. janúar 2025 19:30