Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Síðasti þáttur Körfuboltakvölds byrjaði á heldur óvanalegan hátt þar sem rætt var við Ólaf Ólafsson, fyrirliða Grindavíkur, innan úr klefa liðsins eftir frækinn sigur á Njarðvík. Körfubolti 9.3.2025 07:02
Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 8.3.2025 10:02
„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins. Körfubolti 7.3.2025 23:15
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti 7.3.2025 19:30
Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti 6.3.2025 20:02
Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95. Körfubolti 6. mars 2025 21:05
Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Körfubolti 6. mars 2025 21:00
Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR ÍR-ingar unnu eins stigs sigur á KR, 97-96, í æsispennandi Reykjavíkurslag í Skógarselinu í kvöld. ÍR-ingar náðu um leið KR-ingum að stigum í töflunni. Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigurinn í blálokin. Körfubolti 6. mars 2025 20:53
Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta sem fer fram í kvöld hefur verið seinkað til kl.20:45 í kvöld. Körfubolti 6. mars 2025 18:11
GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Körfubolti 6. mars 2025 10:02
„Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Mikael Nikulásson var gestur vikunnar hjá Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni í Körfuboltakvöldi Extra og hann hefur sterkar skoðanir á útlendingamálum í körfuboltanum hér heima. Körfubolti 5. mars 2025 22:48
„Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti. Körfubolti 2. mars 2025 23:30
Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Körfubolti 2. mars 2025 12:32
Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Körfubolti 1. mars 2025 22:11
Kári: Bara negla þessu niður Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar. Körfubolti 1. mars 2025 21:40
„Held áfram nema ég verði rekinn“ Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:26
„Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var ángægður með hvernig lið hans lék þegar líða tók á leikinn í sigri Vesturbæjarliðsins gegn Hetti í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Körfubolti 1. mars 2025 21:21
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild. Körfubolti 1. mars 2025 20:48
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. Körfubolti 1. mars 2025 18:46
Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Körfubolti 1. mars 2025 15:18
„Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:41
„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var kampakátur með sigur liðsins gegn Tindastóli í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2025 22:36
„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:42
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:41
Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Þór Þorlákshöfn vann hádramatískan sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Bónus deild karla í körfubolta, lokatölur 94-91. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:24
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. Körfubolti 28. febrúar 2025 21:01