Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Dómarinn var ekki til í eðli­leg sam­skipti“

    Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“

    „Búinn að vera svolítið eins og draugur á tímabilinu. Ekki búinn að eiga marga mjög góða leiki og halda sig til hlés,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um frammistöðu Þorvalds Orra Árnasonar, leikmanns KR. Sá vaknaði lok í sigri á Hetti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kári: Bara negla þessu niður

    Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Held á­fram nema ég verði rekinn“

    Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld.  

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Hamar/Þór - Tinda­stóll 77-72 | Mikil­vægur sigur heima­liðsins

    Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ó­af­sakan­legt hvernig við mættum til leiks“

    Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki sáttur við hvernig lærisveinar sínir byrjuðu og enduðu leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Álftanesi í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Á­kveðnir í því að gefa þeim enga von“

    Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Álfta­nes - Tinda­stóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álfta­ness í röð kom gegn topp­liðinu Tinda­stóli

    Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar. 

    Körfubolti