Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9. nóvember 2025 16:04
Byggjum fyrir síðustu kaupendur Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Skoðun 9. nóvember 2025 14:30
„Dagur, enga frasapólitík hér“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi. Innlent 9. nóvember 2025 14:09
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9. nóvember 2025 13:15
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9. nóvember 2025 13:04
„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn. Innlent 9. nóvember 2025 12:29
Píratar kjósa formann í lok mánaðar Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins. Innlent 9. nóvember 2025 09:11
Engin ástæða til að breyta neinu Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Innlent 8. nóvember 2025 23:12
„Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina og hjólaði í vinstri meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur á peppfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Sérstaklega gerði hún húsnæðismál, útlendingamál og menntamál að umfjöllunarefni sínu. Innlent 8. nóvember 2025 15:12
Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“ Innlent 8. nóvember 2025 13:40
Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hefur nú litið dagsins ljós við jákvæðar undirtektir og það ekki að ástæðulausu. Í þessum áfanga er sjónum einkum beint að fyrstu kaupendum og ungu fólki. Skoðun 8. nóvember 2025 08:31
Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Mat Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiðum byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru af heilindum og metnaði. Veiðarnar eru ósjálfbærar við núverandi tímabil sjávarhlýnunar og ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þar sem stofninn á undir högg að sækja. Innlent 8. nóvember 2025 07:01
Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Skoðun 7. nóvember 2025 17:30
Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Eðlilegt þykir í ljósi kostnaðar af gerð varnargarða á Reykjanesi að skoða hvort rétt sé að þeir sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu beri hluta af kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerðanna. Fjármálaráðherra hefur af þeim sökum farið þess á leit að dómkvaddir verði matsmenn til að meta kostnað ríkissjóðs af aðgerðunum á Reykjanesskaga. Innlent 7. nóvember 2025 14:39
Valdi fallegasta karlmanninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns. Lífið 7. nóvember 2025 14:32
„Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku. Innlent 7. nóvember 2025 13:29
Grafalvarleg staða Grafalvarleg staða er að teiknast upp vegna bilunarinnar hjá Norðuráli, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt nýjustu áætlunum fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fullan gang fyrr en eftir ár. Viðskipti innlent 7. nóvember 2025 13:06
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7. nóvember 2025 12:02
Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Lífið 7. nóvember 2025 08:55
57 eignir óska eftir eigendum Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Skoðun 7. nóvember 2025 08:00
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7. nóvember 2025 07:38
Vindhanagal Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðræðu Miðflokksins um málefni útlendinga upp á síðkastið. Flokkurinn gagnrýndi réttilega stöðu hælisleitendakerfisins sem var án nokkurs vafa komið út í skurð. Skoðun 7. nóvember 2025 07:30
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6. nóvember 2025 19:05
Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna. Innlent 6. nóvember 2025 17:04
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. Innlent 6. nóvember 2025 16:42
ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6. nóvember 2025 16:11
Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Innlent 6. nóvember 2025 14:47
Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni. Innlent 6. nóvember 2025 13:07
Fjárfesting í fólki Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Skoðun 6. nóvember 2025 12:45
„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Innlent 6. nóvember 2025 12:19