Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Innlent 3. desember 2025 12:57
Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Skoðun 3. desember 2025 12:47
„Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Hinn 28 ára gamli þriggja barna faðir og eiginmaður, Nadínar Guðrúnar Yaghi, kom eins og stormsveipur inn í pólitíkina fyrir ekki svo löngu. Lífið 3. desember 2025 12:00
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Innlent 3. desember 2025 10:30
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. Innlent 3. desember 2025 10:00
Er endurhæfing happdrætti? Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Skoðun 3. desember 2025 09:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Innlent 3. desember 2025 08:54
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur með samþykkt sinni frá 26. nóvember síðastliðnum ekki aðeins byggt stjórnsýslu sína á rangri fullyrðingu, heldur hefur hún einnig brotið gegn grundvallarskyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum með því að neita að afgreiða lögbundin erindi varðandi frístundabyggðir, nema gerðar verði lagabreytingar á Alþingi. Þetta eru stjórnsýsluleg afglöp. Skoðun 3. desember 2025 08:31
Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Innlent 3. desember 2025 08:10
Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Skoðun 3. desember 2025 07:31
Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt. Innlent 3. desember 2025 06:32
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2. desember 2025 21:21
„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. Innlent 2. desember 2025 20:19
Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. Innlent 2. desember 2025 18:50
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2. desember 2025 18:35
„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2. desember 2025 16:54
Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Innlent 2. desember 2025 14:39
Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Dómsmálaráðuneytið gerði hlé á umsóknarferli vegna embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum á meðan leit að nýjum ríkislögreglustjóra stendur yfir. Þrír mánuðir eru frá því að staðan á Suðurnesjum var auglýst. Innlent 2. desember 2025 14:28
Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Innlent 2. desember 2025 13:41
„Íslendingar eru allt of þungir“ Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Innlent 2. desember 2025 13:24
„Öll kosningaloforð eru svikin“ Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði. Innlent 2. desember 2025 12:02
Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 2. desember 2025 11:50
Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. Viðskipti innlent 2. desember 2025 11:28
Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Viðskipti innlent 2. desember 2025 11:02
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2. desember 2025 10:17
Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026. Innlent 2. desember 2025 10:04
Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Meirihluti fjárlaganefndar gerði margar jákvæðar breytingar í meðförum sínum á fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Skoðun 2. desember 2025 10:00
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2. desember 2025 09:08
Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Innlent 2. desember 2025 08:23
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Skoðun 2. desember 2025 07:47