Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. Viðskipti innlent 3. október 2025 06:47
Bergþór vill verða varaformaður Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fráfarandi þingflokksformaður, mun sækjast eftir varaformannsembætti flokksins á flokksþinginu sem fram fer dagana 11. til 12. október. Innlent 3. október 2025 06:27
Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Innlent 2. október 2025 20:17
Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi. Innlent 2. október 2025 20:02
Eitt eilífðar smáblóm Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast. Skoðun 2. október 2025 18:01
Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Innlent 2. október 2025 17:48
Betri mönnun er lykillinn Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár. Skoðun 2. október 2025 16:02
Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Innlent 2. október 2025 15:35
Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Það eru stór tímamót að kynna fyrstuBorgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.Stefnan er sett fram til að huga betur að gæðum í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Innleiða stóra sýn aðalskipulagsins um grænt og manneskjuvæntumhverfi í hinu smáa sem skiptir svo ótrúlega miklu máli. Skoðun 2. október 2025 14:33
Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa. Innlent 2. október 2025 14:17
Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Ætli Alþingi Íslendinga sé ekki merkilegast stofnun og bygging sem við Íslendingar eigum. Íslandi í dag gafst einstakt tækifæri til að skoða hvern krók og kima Alþingis og fékk til þess sérstakt leyfi forseta Alþingis. Lífið 2. október 2025 14:02
Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Innlent 2. október 2025 13:11
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknar á miðstjórnarfundi 18. október næstkomandi. Innlent 2. október 2025 11:55
Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Innlent 1. október 2025 22:32
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Innlent 1. október 2025 20:49
Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana. Innlent 1. október 2025 18:40
Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref. Innlent 1. október 2025 17:55
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1. október 2025 16:29
Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild. Innlent 1. október 2025 14:42
Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs. Innlent 1. október 2025 13:46
Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í nítjánda sinn, fimmtudaginn 9. október klukkan 20. Í eyjunni verður friðsæl athöfn með tónlistarflutningi Unu Torfadóttur og ávarpi borgarstjóra auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir. Lífið 1. október 2025 12:20
„Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt. Skoðun 1. október 2025 11:31
Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sigurður Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus ævintýraferða og Ferðaskrifstofu eldri borgara, hvetur stjórnvöld til að fara sömu leið og í Covid og lána ferðaskrifstofum pening svo þau geti greitt fyrir tap vegna gjaldþrots Play. Minni fyrirtæki sérstaklega geti farið illa út úr gjaldþroti Play. Viðskipti innlent 1. október 2025 09:35
Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Innlent 1. október 2025 08:46
Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra boða sameiginlega til nýsköpunarráðstefnu um heilbrigðistæknilausnir og -þjónustu á grundvelli þeirra í Grósku í dag. Beint streymi verður frá ráðstefnunni á Vísi. Innlent 1. október 2025 08:01
Skortur á metnaði í loftslagsmálum Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Skoðun 1. október 2025 07:00
Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Skoðun 1. október 2025 06:00
Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Innlent 30. september 2025 20:42
Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Geldingalækur á Rangárvöllum, þar sem starfsemi meðferðarheimilisins Lækjarbakka fór áður fram, hefur verið sett á sölu. Starfseminni var hætt í húsnæðinu eftir að mygla fannst þar. Innlent 30. september 2025 16:13
Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Um það bil 9.300 Íslendingar sem áttu bókað flug heim að utan á næstu sjö dögum sitja fastir vegna gjaldþrots Play. Um 9.000 ferðamenn eru í sömu sporum hér á landi. Óskað hefur verið eftir því að flugfélög sem fljúga til Íslands bjóði upp á björgunarfargjöld. Innlent 30. september 2025 14:00