Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta al­menni­lega“

Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. 

Innlent
Fréttamynd

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.

Skoðun
Fréttamynd

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru val­kyrjur, hatrið sigraði lík­lega í þetta skiptið

Ég skil ekki hækkun á veiðigjöldum, sem eru óréttmæt og skaðleg. Þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn, sem er grunnstoð í okkar samfélagi, er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur fyrir framtíð okkar. Það er ótrúlegt að sjá hvernig veruleikafirring hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn, sem er fjölbreytt og mikilvæg atvinnugrein, er settur í stórhættu.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar á­herslum ríkis­stjórnarinnar í sjávar­út­vegi

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ræðukóngurinn talaði í rúman sólar­hring

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin stóð af sér á­hlaup sérhagsmuna

Eftir lengsta málþóf í sögu Alþingis tókst loksinsað ljúka þingstörfum á fyrsta þingi ríkisstjórnarinnar. Óvenjulega stuttu þingi sem hófst ekki fyrr en í byrjun febrúar og stóð því í rétt rúma fimm mánuði. Því er ekki að leyna að meirihlutinn hefði viljað koma mörgum af þeim þjóðþrifamálum sem stjórnarandstaðan stóð í vegi fyrir með fordæmalausu málþófi í gegn. En þau birtast einfaldlega fullbúin þegar þing kemur saman eftir átta vikur.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­mál sem virka og lýð­ræði sem kemst ekki fyrir í um­slagi

Fyrsta þinginu eftir hrein stjórnarskipti undir lok síðasta árs lauk á mánudag. Það byrjaði mun seinna en vani er fyrir en stóð á endanum líka um mánuði lengur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði fram afar metnaðarfulla stefnuyfirlýsingu og þingmálaskrá sem endurspeglaði að þrír flokkar breytinga og verka voru teknir við af kyrrstöðustjórn gömlu valdaflokkanna.

Skoðun
Fréttamynd

Inga ætlar ekki að biðjast af­sökunar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórn­ar­andstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir vald­haf­ar þyrftu að draga þá gömlu und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti væru tryggð.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fröken þjóðar­morð: Þér er ekki boðið!

Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo?

Skoðun
Fréttamynd

Þagnarbindindi í ræðu­stól Al­þingis

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara happí og heimilis­laus“

Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu.

Innlent
Fréttamynd

Norður­landa­met í fúski!

Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda

Skoðun
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið
Fréttamynd

Tókust á um veiðigjöld og þing­lok

Forsætisráðherra furðar sig á framgöngu stjórnarandstöðunnar í aðdraganda þingloka. Formaður Sjálfstæðisflokksins líkir yfirlýsingum ráðherra í þinginu við einhvers konar leikatriði.

Innlent
Fréttamynd

Ingi Garðar er Reyk­víkingur ársins

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur mál kláruð fyrir þing­slit: „Skyn­sam­leg lúkning sem for­seti leggur til“

Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi.

Innlent